Category Archives: Umræða

Bréf Samkirkjunefnd v/ nóbelsverðlaunanna í okt. 2018

Það er athyglisvert að annað af tveimur handhöfum friðarverðlauna Nóbels í ár er prestsonurinn, leikmaðurinn og baráttumaðurinn dr. Denis Mukwege.  Hann er skurðlæknir frá Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut þau ásamt Nadia Murad en þau hafa barist fyrir því að stöðva notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopns í stríði og í hernaðarlegum átökum. Dr. Denis Mukwege var einn af aðalræðumönnum heimsþings Lútherska

Lesa meira

Samráðsfundur vígðra þjóna í prófastsdæminu 5. okt. í Sunnuhlíð kl. 10-13

Prófastur hefur boðað til samráðfundar vígðra þjóna nk. föstudag. Þar eru ýmis mál til umræðu: Sr. Svavar A, Jónsson mun þar segja frá ferð sinni á fróðlega ráðstefnu síðastliðið vor, þar sem fjallað var um stöðu trúar og réttinn til iðkunar trúar í nútímasamfélagi, sem verður æ veraldlegra nú um stundir. Þá verður tími til þess að ræða ýmis önnur

Lesa meira

Prestastefna ályktaði um umhverfismál

Umhverfismál voru umfjöllunarefni Prestastefnu 2018 sem fór fram í Neskirkju dagana 24.-26. apríl sl. Fyrirlestrar og málstofur fjölluðu um umhverfismál út frá ýmsum hliðum. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson flutti ávarp, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor fjallaði um loftslagsbreytingar og guðfræðilega siðfræði, Hólmfríður Þorsteinsdóttir sérfræðingur frá Umhverfisstofnun fjallaði um Grænu skrefin í ríkisrekstri og séra Halldór Reynisson, séra Elínborg Sturludóttir og séra

Lesa meira

Umhverfismál á Akureyri – erindi Guðmundar Hauks Sigurðssonar á fræðslukvöldi í Glerárkirkju

Vekjandi erindi um umhverfismál á Akureyri. Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku gerði grein fyrir þeim verkefnum sem Vistorka hefur komið í framkvæmd og þeim árangri sem náðst hefur. Þá dró hann fram þau viðfangsefni sem sveitarfélög og einstaklingar þurfa að takast á við fram að því að Parísarsáttmálin virkjast 2030. Innlegg á umræðukvöldi í Glerárkirkju 14. febrúar 2014.

Lesa meira

Fasta fyrir umhverfinu – viðtal við Sindra Geir Óskarsson á N4

Í föstudagsþætti N4 var ræddi Karl Eskil Pálsson við Sindra Geir Óskarsson, frumkvöðul að verkefninu Fasta fyrir umhverfinu. Þar kynnir hann hugmyndina og kallar fólk til verka eins og lagt er upp með. Verið með og fastið fyrir umhverfið! Hér er dagatalið og heildardagskrá fræðslu- og umræðukvöldanna í Glerárkirkju á miðvikudögum kl. 20.  Fylgist með á facebook/fasta fyrir umhverfið

Lesa meira

Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum

Ragnheiður Sverrisdóttir, verkefnisstjóri á biskupsstofu, vekur athygli á efni sem gefið var út 2003. Í bréfi með efninu segir hún: Áhrif #metoo byltingarinnar hafa verið mikil. M.a. hefur Félag prestsvígðra kvenna opinberlega krafist breytinga á vinnuumhverfi og -aðstæðum kvenna í kirkjunni. Það er til fræðsluefni sem talar beint í aðstæður dagsins sem heitir Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum sem var

Lesa meira

Samráðsfundur presta og djákna 9. febrúar

Fyrsti samráðsfundir presta og djákna á nýju ári verður haldinn í Sunnuhlíð, félagsheimili KFUM&K, föstudaginn 9. febrúar n.k., frá kl. 10-12. Efni fundarins verður: Guðrún Eggertsdóttir sjúkrahúsprestur mun verða með innlegg um áfallahjálp. Þá mun Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, vera sérstakur gestur og kynna áhugaverð fræðslukvöld í Glerárkirkju um föstu og umhverfisvernd. Þar er um að ræða bæði hagnýt, trúarleg

Lesa meira

Valin rit Lúthers koma út á íslensku

Nú er komið út fyrra heftið af úrvali rita eftir Martein Lúther. Það var haldin útgáfuhátíð í Neskirkju föstudaginn 1. desember sl. Hér er upptaka af hátíðinni, þeim færð eintök, sem tekið hafa þátt í útgáfunni og dr. Gunnar Kristjánsson flutti athyglisvert erindi um áhrif siðbótarmannsins Lúthers á kirkju og menningu Vesturlanda. Það verður áhugvert að fylgjast með hvort rit

Lesa meira

Kirkjan beiti sér í umhverfismálum

Aðgerðaáætl­un í um­hverf­is­mál­um þjóðkirkj­unn­ar er mörkuð í samþykkt­um kirkjuþings 2017, en því var frestað í gær (15. nóv.). Þráður­inn verður svo tek­inn upp að nýju fljót­lega eft­ir ára­mót. „Við sem störf­um í kirkj­unni vilj­um taka hönd­um sam­an við aðrar hreyf­ing­ar og ein­stak­linga sem láta sig nátt­úru­vernd og bar­átt­una gegn lofts­lags­vá varða,“ seg­ir í þings­álykt­un um um­hverf­is­stefn­una þar sem lagt er

Lesa meira

Kirkjuþing nýafstaðið, 11. – 15. nóv. sl.

Kirkjuþingi 2017 var frestað í dag (15. nóv). Bráðabirgðagerðir eru aðgengilegar hér. Öll mál þingsins voru afgreidd utan þrjú sem verða til umfjöllunar í næstu þinglotu, sem reikna má með að verði á fyrri hluta næsta árs. Þessi þrjú mál eru tillaga til þingsályktunar um frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, tillaga til þingsályktunar um frumvarp til laga um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar og tillaga til

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »