Category Archives: Æskulýðsstarf

Barnakór Akureyrarkirkju

Barnakórarnir frábæru hefja æfingar fimmtudaginn 2. september og eru mörg spennandi verkefni framundan, t.d. myndbandsgerð, upptökur fyrir útvarp og sjónvarp, draugatónleikar, jólatónleikar og að hafa gaman. Æfingarnar fara fram í kapellu kirkjunnar. Yngri barnakórinn (2.-4. bekkur) æfir kl. 14.00-14.50 og Eldri barnakórinn (5.-7. bekkur) kl. 15.00-16.00. Nýir félagar eru velkomnir. Skráning hér og nánari upplýsingar hjá Sigrúnu Mögnu, sigrun@akirkja.is

Lesa meira

Orgelkrakkar er frumlegur listgjörningur , næst 21. mars

Orgelkrakkar er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi.   Orgelkrakkar er stórfróðlegt og skemmtilegt verkefni  sem getur höfðað til breiðs aldurshóps og hefur notið mikillar velgengni í Evrópu undanfarin ár. Hópur þátttakenda skemmtir sér konunglega við það að setja saman orgelið, pípu fyrir pípu, raða nótum og tengja við vindhlöðu, setja saman orgelhúsið og leika á orgelið.

Lesa meira

Farskóli ungleiðtoga – akureyrar – og glerárkirkja

Helgina 12. – 13. febrúar var haldinn farskóli fyrir ungleiðtoga í kirkjunum á Akureyri. 10 ungmenni mættu til leiks. Um námskeiðið sáu Eydís Ösp Eyþórsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og fjölskyldusviðs Glerárkirkju og Sonja Kro æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju. Fræðslustundirnar byggðust upp á kennsluefni sem bræðurnir Jóhann og Pétur Björgvin Þorsteinssynir gerðu á sínum tíma. Byrjað var á helgistund í Akureyrarkirkju þar sem hópurinn

Lesa meira
« Eldri færslur