Category Archives: Boðun

Átta daga bænir – Dagur 4

ÁTTA DAGA BÆNIR – DAGUR 4 „Þú Betlehem … ekki ert þú síst“ (Matt 2.6)Þó við séum smá og þjáð skortir okkur ekkert LESTRAR Mík 5.1-4a,6-7  Frá þér læt ég þann koma er drottna skal í Ísrael En þú, Betlehem í Efrata,ein minnsta ættborgin í Júda,frá þér læt ég þann komaer drottna skal í Ísrael.Ævafornt er ætterni hans,frá ómunatíð. Því verður

Lesa meira

Átta daga bænir – Dagur 3

„Þegar Heródes heyrði þetta, varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum“ (Matt 2.3) Nærvera Krists breytir heiminum LESTRAR Neh 4.12-17 Við unnum verkið … frá því roðaði að morgni og þar til stjörnurnar birtust Sérhver sem vann að viðgerð múrsins var gyrtur sverði um lendar sér og vann þannig. Ég hafði lúðurþeytarann við hlið mér þegar ég ávarpaði aðalsmennina, embættismennina

Lesa meira

Átta daga bænir – Dagur 2

„Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga?“ (Matt 2:2) Auðmjúk forysta brýtur niður múra og byggir upp af kærleika LESTRAR  Jer 23.1-6 Hann mun ríkja sem konungur og breyta viturlega Vei hirðunum sem leiða sauðina afvega og tvístra hjörðinni sem ég gæti, segir Drottinn. Þess vegna segir Drottinn, Guð Ísraels, um hirðana sem gæta þjóðar minnar: Þér hafið tvístrað sauðum mínum og

Lesa meira

Átta daga bænir – Dagur 1

ÁTTA DAGA BÆNIR – DAGUR 1 „Við sáum stjörnu hans renna upp [í Austurvegi]“  (Matt 2.2.) Lyft okkur upp og leið okkur að þínu fullkomna ljósi LESTRAR Sakaría 4.1-7 Ég sé ljósastiku úr skíragulli Engillinn, viðmælandi minn, vakti mig aftur, líkt og þegar menn eru vaktir af svefni, og spurði mig: „Hvað sérðu?“ Ég svaraði: „Ég sé ljósastiku úr skíragulli. Á

Lesa meira

Jólasöngvar á Englandi og Lestrarnir níu

Jólasöngvar frá Englandi og Níu lestrarnir. Ensku jólasöngvarnir eru margskonar sumir með skemmtilegheit, jólasögunni eða djúpri trúarlegri hugsun. Spiluð eru þrjú dæmi: Litli trymbillinn, Einu sinni í ættborg Davíðs og God Rest Ye Merry Gentlemen. Þá eru fluttar þrjár þýðingar mínar eða samið með hliðsjón af þremur sálmum sem oft eru fluttir við jólasöngva: We three kings, The Hills are Bare in Bethlehemog Of the Father’s Love

Lesa meira

Hugvekja um áramót

Tíminn er gjarnan íhugunarefnið um áramót. Í þessum þætti velti Guðmundur héraðsprestur vöngum um efnið og kynni nokkra áramótasálma og bænir frá ýmsum löndum, Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Indlandi og Afríku í tilefni tímamótanna. Vitnað er í Bonhoeffer, Móðir Teresa og Frans frá Assisi. Valdimar Briem og Gísla í Uppsölum. Öll hafa þau eitthvað um tímann að segja. (Þátturinn áður fluttur á

Lesa meira

Ekki er það þó biðin

Séra Svavar A. Jónsson flutti eftirfarandi ræðu við setningu Alþingis þriðjudaginn 23. nóvember. Birtist hér ásamt fallegri mynd sem hann tók í Hafnarhólma í Borgarfirði eystri. Birt með leyfi. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.  Hér í upphafi þessara hugleiðinga vil ég fá að óska okkur öllum til hamingju með að hinir

Lesa meira

Uppskeruhátíð í Grundarkirkju 17. okt. – Blessun Guðs og þakklæti

Guðsþjónustan var tekin upp svo fleir gætu notið. Hlusta á guðsþjónustuna: Ræða (á mínút 18:50) Í upphafi vil ég leiða okkur í bæn. Það er forn keltnesk bæn sem talaði sterkt til mín í seinni tíð þegar umhverfismál hafa orðið okkur æ mikilvægari. Um leið tengir bænin okkur við Guð, ég vil segja á heilbrigðan hátt og við náttúruna og

Lesa meira

Hugvekja í tilefni af degi íslenskrar náttúru

Hugvekja í ljóði, samin daginn eftir loftslagsráðstefnuna í París 2015 af Guðmundi Guðmundssyni. Kveikjan var listaverk Ólafs Elíassonar og Minik Rosing sem höfðu látið flytja hafís frá Grænlandi á torg í París og raðað tólf ísklumpum upp eins og klukku til að vekja til umhugsunar. Hátturinn er sá sama og Hafísinn eftir Matthías Jochumsson sem er vísað til: Hafís í

Lesa meira

Ræða á Sjómannadegi – Í stormi

Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, flutti þessa ræðu á sjómannadegi fyrir nokkrum árum. Birt hér á sjómannadegi. Upphafsbæn er sjóferðarbæn sem Jón Oddgeir Guðmundsson hefur komið á framfæri við marga sjómenn saminn af Sigurbirni Einarssyni, biskupi. Jón Oddgeir var heiðraður á héraðsfundi 2021 fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu kirkju og kristni m.a. útgáfu á bílabæn og sjóferðarbæn, sem víða má

Lesa meira
« Eldri færslur