Kirkjuþing nýafstaðið, 11. – 15. nóv. sl.

Kirkjuþingi 2017 var frestað í dag (15. nóv). Bráðabirgðagerðir eru aðgengilegar hér. Öll mál þingsins voru afgreidd utan þrjú sem verða til umfjöllunar í næstu þinglotu, sem reikna má með að verði á fyrri hluta næsta árs. Þessi þrjú mál eru tillaga til þingsályktunar um frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, tillaga til þingsályktunar um frumvarp til laga um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar og tillaga til þingsályktunar um skipan nefndar til að kanna hvort breyta skuli heiti og hlutverki kjörbréfanefndar.

Hægt er að sjá upptökur af þingfundum á Facebook síðu kirkjunnar.

Mál þingsins og málaskrá eru aðgengileg á vef kirkjunnar.

(Af kirkjan.is)