Category Archives: Skinnastaðarprestakall

Helgihald í Skinnastaðarprestakall um bænadaga og páska

Ljósmynd: Atli Ákason

Skírdagur, 29. mars Raufarhafnarkirkja: Kyrrðarstund með altarisgöngu kl. 20.30. Föstudagurinn langi, 30.mars. Garðskirkja: Tignun krossins  kl. 17.00. Sálmar, lestrar, hugvekja, íhugun. Laugardagur, 31.mars. Raufarhafnarkirkja: Fermingarguðsþjónusta kl. 14.00. Fermdur verður Guðni Sæmundsson, Lindarholti 4. Guð blessi fermingarbarnið og ástvini alla á þessu degi. Páskadagur, 1.apríl Hátíðarguðsþjónusta í Skinnastaðarkirkju kl. 10.00. Morgunverður á vegum sóknarnefndar í Lundi á eftir. Verið innilega velkomin !

Lesa meira

Léttmessa í Raufarhafnarkirkju 1. okt. kl. 15

Í tengslum við menningardag á Raufarhöfn verður léttmessa í Raufarhafnarkirkju á sunnudaginn 1. október, kl. 15.00. Gospel-söngvar og léttir sálmar. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Stefaníu Sigurgeirsdóttur. Börn og ungmenni sérstaklega boðin velkomin. Fjölmennum og eigum góða stund í kirkjunni okkar ! (Af fésbók sr. Jóns Ármanns)

Lesa meira

Helgahald í Skinnastaðarprestakalli um páska

Ljósmynd: Atli Ákason

Föstudagurinn langi, 14. apríl Snartarstaðakirkja: Kvöldstund við krossinn kl. 20.00. Laugardagur, 15. apríl Raufarhafnarkirkja: Páskakirkjuskóli kl. 11.00. Eggjaleit eftir stundina. Páskadagur, 16. apríl Hátíðarguðsþjónusta í Skinnastaðarkirkju kl. 10.00. Morgunverður á vegum sóknarnefndar í Lundi á eftir. Verið innilega velkomin ! Hátíðarguðsþjónusta í Garðskirkju kl. 14.00. Annar páskadagur, 17. apríl Hátíðarguðsþjónusta í Raufarhafnarkirkju kl. 14.00 Verið velkomin til helgihaldsins um hátíðina.

Lesa meira