Category Archives: Pistill dagsins

Fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju fim. 28. okt. kl. 20 um fátækt og velferð

Yfirskrift erindisins: Fátækt og húmorsleysiÍ erindi sínu fjallar dr. Bjarni um þekktar skilgreiningar á fátækt frá fyrri öldum til okkar tíma og rökstyður þá staðhæfingu að í raun stafi fátækt í nútímanum af skorti á húmor. Að kaffiveitingum loknum mun Bjarni sitja í pallborði ásamt Önnu Marit Níelsdóttur, forstöðukonu á Velferðarsviði Akureyrarbæjar og Eydísi Ösp Eyþórsdóttur, frá Velferðarsviði Eyjafjarðarsvæðis, þar

Lesa meira

Héraðsfundur að Laugarborg í Eyjafjarðarsveit 29. maí kl. 11-16

Prófastur hefur boðað til héraðsfundar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis árið 2021. Hann verður haldinn laugardaginn 29. maí  n.k.  í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit. Fundurinn mun hefjast með helgistund  kl 11.00 og stefnt á að honum ljúki ekki síðar en um kl.16.00. Gerð verða upp tvö síðastliðin ár, þar eð héraðsfundur féll niður á síðasta ári.  Nú hafa samkomutakmarkanir verið rýmkaðar töluvert og mikill framgangur verið

Lesa meira

Undirbúningstími fyrir föstu og betra líf

Í Kastljósþættinum í gærkvöldi, þriðjudaginn 2. febrúar, ræddi Sigríður Hagalín Björnsdóttir við Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóri hjá umhverfisstofnun um málefni loftslags og græns samfélags, um það sem við höfum þurft að neita okkur um vegna sóttvarna undanfarið ár. Hún spurði hvaða áhrif sóttvarnir vegna Covid hefur haft á jörðina sem við búum á. (Slóð á þáttinn). Það hefur leitt til

Lesa meira

Jólaaðstoð 2020 hefst 23. nóv

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 alla virka daga frá 23. nóvember til 27. nóvember. Vegna Covid verður tekið viðtal símleiðis um leið og bókaður er tími til að skrifa undir

Lesa meira

Helgistund á netinu á allra heilagra messu 1. nóv. frá Akureyrarkirkju

Nethelgistund frá Akureyrarkirkju 1. nóv. 2020 á Allra heilagra messu. Prestur sr. Jón Ragnarsson flytur hugvekju og bæn fyrir látnum ástvinum. Organistar kirkjunnar Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir spila. Kvartet syngur Smávinir fagrir og Ég veit um himins björtu borg. Sönghópurinn: Anna Eyfjörð Eríksdóttir, Lilja Gisladóttir, Magnús Friðriksson og Haraldur Hauksson. Njótið vel.

Lesa meira

Bleik messa í streymi frá Akureyrarkirkju 18. okt. kl. 20

Sunnudaginn 18. október kl. 11.00 verður boðið upp á streymi frá sameiginlegum sunnudagaskóla Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Streymt verður á facebook-síðum kirknanna.Þennan sama dag verður streymt frá Akureyrarkirkju kl. 20.00 í gegnum facebook, Bleikri helgistund í tilefni af bleikum október. Prestar eru sr. Jóhanna Gísladóttir og sr. Sindri Geir Óskarsson. Eyþór Ingi Jónsson og Birkir Blær Óðinsson sjá um tónlistina. Hildur Eir

Lesa meira

Hraðnámskeið í bæn – á hljóðskrá

Á fimmtán mínútum kennir Guðmundur, héraðsprestur, helstu atriði við bænaiðkun, líkir henni við sönglistina, nefnir Guðmund Jónsson, söngvara, kennara sinn og Salvador Sobral sem dæmi. Davíðssálmar eru sameiginleg bænabók kristinna manna og gyðinga. Hann útskýrir Davíðssálm nr. 121 sem byrjar eins og guðsþjónusturnar í evangelísk lútersku kirkjunni: „Hjálp vor kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar“. Njótið vel:

Lesa meira

Stundaðu kyrrðarbæn til að ná jafnvægi og friðsæld

Kynning á kyrrðarbæn – sr. Guðrún Eggertsdóttir Hér kynnir sr. Guðrún grunnatriði í kristinni íhugun sem hefur verið mótuð á síðustu áratugum á grundvelli alda gamallrar trúarhefðar. Ef þú hefur spurningar um kyrrðarbænina má setja inn athugasemd og spurningar hér fyrir neðan. Bókin sem hún vísar í fæst hjá Skálholtsútgáfunni. Kynning hér fyrir neðan: Kyrrðarbænin (Centering Prayer) er víða stunduð

Lesa meira
« Eldri færslur