Category Archives: Ólafsfjarðarprestakall

Guðsþjónusta í streymi frá Glerárkirkju 16. jan. kl. 11

Sunnudaginn 16. janúar verður helgihald kirknanna hér á Norðurlandi fyrst og fremst í streymi. Í dag heilsum við frá Glerárkirkju, næsta sunnudag verður samkirkjuleg helgistund sem Hvítasunnukirkjan, Þjóðkirkjan á Norðurlandi, Hjálpræðisherinn og Aðventistakirkjan leiða saman. Sunnudagana þar á eftir förum við aðeins út fyrir boxið og sendum út nokkuð óhefðbundnar stundir, bíðið spennt 🙂 Sr. Magnús Gunnarsson leiðir bænagjörð í

Lesa meira

Helgihald á sjómannadaginn í prófastsdæminu 5-6. júní

Ólafsfjaraðarkirkja. Sjómannadagurinn 6. júní hefst svo með skrúðgöngu frá hafnarvoginni að Ólafsfjarðarkirkju þar sem haldin verður hátíðarmessa kl. 11 og sjómenn verða heiðraðir. Sjá dagskrá sjómannadagsins hér. Sjómannadagsmessa í DalvíkurkirkjuSunnudaginn 6. júní kl. 13.30 Hríseyjarkirkja. Sjómannadagsmessa laugardaginn 5. júní kl. 11.11. Sjá dagskrá í Hrísey hér. Sjómannadagsmessa í GlerárkirkjuSunnudaginn 6. júní kl. 11. Ræðumaður dagsins: Steingrímur Helgu Jóhannesson, sjómaður og stjórnandi hlaðvarpsins „Sjóarinn“.Kór Glerárkirkju

Lesa meira

Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir sett inn í embætti á Ólafsfirði

Síðast liðinn sunnudag, þann 7. mars, var sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sett inn í embætti sóknarprests á Ólafsfirði. Prófastur, sr. Jón Ármann Gíslason, gerði það við hátíðlega guðsþjónustu þar sem kórinn söng undir stjórn Ave Kara Sillaots, orgnista. Tóku Ólafsfirðingar vel á móti presti sínum. Það hefur verið undarlegt að koma til starfa á þessum tímum þar sem hún hafði

Lesa meira

Helgistund frá Ólafsfjarðarkirkju á fyrsta sunnudegi í níuvikna föstu

Helgistundin á fyrsta sunnudegi í níuvikna föstu kemur frá Ólafsfjarðarkirkju. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir býður okkur velkomin til kirkju og hvetur til að nýta föstuna til að huga að innra lífi. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Ave Kara Sillaots, organista. Jón Þorsteinsson syngur einsöng. Njótið vel.

Lesa meira

Helgihald í Ólafsfjarðarkirkju um bænadaga og páska

Skírdagur 18. apríl  Kyrrðar- og endurnýjunarganga Lagt verður af stað frá Ólafsfjarðarkirkju kl. 10:00 og gengið út að Leiti á Kleifum. Góðgæti á boðstólnum í safnaðarheimilinu Tónlistarmessa kl. 20:00          Um tónlistina sjá Lísebet Hauksdóttir¸ Jón Þorsteinsson og Kirkjukór Ólafsfjarðar undir stjórn Ave Köru Sillaots. Óhefðbundin altarisganga – Ókeypis aðgangur Nærandi stund fyrir líkama og sál Föstudagurinn langi

Lesa meira

Kristniboðsdagurinn – heimsókn sr. Ragnars Gunnarssonar framkvæmdastjór SÍK 11.-13. nóv.

Á kristniboðsdaginn 11. nóv. nk. mun séra Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri kristnboðssambandsins heimsækja Akureyri. Hann verður í Akureyrarkirkju á sunnudaginum 11. nóv. kl. 11 og segir þar frá vinasöfnuðum safnaðarins í Kapkoris í Keníu. Þá prédikar hann í Ólafsfjarðarkirkju kl. 14 og segir frá kristniboðsstarfinu. Hann mun heimsækja Yndri deildir KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri á mánudag og þiðjudag.

Lesa meira
« Eldri færslur