Category Archives: Kærleiksþjónusta

Kristniboðssamkoma með Andrew Hart um fjölmiðlatrúboð í Pakistan 25. febrúar kl. 16

Andrew Hart stofnandi og framkvæmdastjóri Pak7 fjölmiðlakristniboðsins verður aðalgestur kristniboðsviku í Reykjavík. Áður en vikan hefst mun hann koma norður á Akureyri og taka þátt í samveru í húsi KFUM og K í Sunnuhlíð 12, laugardaginn 25. febrúar kl. 16. Inngangur að suðanverðu á 2. hæð.  Þar mun hann segja frá starfi Pak7, hafa hugleiðingu og svara spurningum.  Pak7 var

Lesa meira

Stikklað á stóru í starfi Hjálparstarfs kirkjunnar júlí 2021 – febrúar 2022.

1 2 Aðalfundur 2. október 2021, sama fólk hélt áfram í stjórn: mynd frá vinstri: Vigdís Pálsdóttir, Salóme Huld Garðarsdóttir, Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri, Gunnar Sigurðsson, Hörður Jóhannesson og Benedikt Vilhjálmsson. 3 EþíópíaStærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki Í Sómalí-fylki í Austur-Eþíópíu í héraðinu Kebri Beyah. Markmiðið er að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, að

Lesa meira

Jólaaðstoð 2021 hefst 29. nóv

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 alla virka daga frá 29. nóvember til 3. desember. Vegna Covid verður tekið viðtal símleiðis um leið og bókaður er tími til að skrifa undir

Lesa meira

Starf Samhyggðar vor og sumar 2021

Kynningarfundur í beinu streymi frá Glerárkirkju frá því í maí 2021. Samhyggð kynnir zoom makamissishópinn sem fer af stað í júní, eins barnsmissishópinn sem fer af stað í júní og makamissishópinn sem fer af stað í júlí. Stutt spjall um sorg og sorgarviðbrögð í upphafi fundar.Hægt er að skrá sig í hópana með því að senda tölvupóst á sindrigeir@gmail.com Horfa

Lesa meira

Dagsetrið Skjólið fyrir konur kynnt á fulltrúaráðsfundi Hjálparstarfsins

Á fulltrúaráðsfundi Hjálparstarfsins 4. mars var kynnt nýtt starf sem er Skjólið, dagsetur fyrir konur sem hafa hvergi höfði sínu að að halla að degi til. Skömmu áður hafði opnað það formlega og er svo sagt frá því í Fréttabréfi biskups: Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, opnaði formlega dagsetur fyrir konur sem hafa hvergi höfði sínu að að halla

Lesa meira

Jólaaðstoðin þakkar stuðning og útvíkkar samstarfið

Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparstarf kirkjunnar hafa frá árinu 2012 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Samstarfið hefur verið farsælt og nú hefur verið ákveðið að útvíkka það. Auk jólaaðstoðar hafa samtökin nú samstarf á ársgrundvelli um stuðning við efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu svo söfnunarfé og framlög til málaflokksins nýtist sem best.

Lesa meira

Jólaaðstoð 2020 hefst 23. nóv

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 alla virka daga frá 23. nóvember til 27. nóvember. Vegna Covid verður tekið viðtal símleiðis um leið og bókaður er tími til að skrifa undir

Lesa meira

Hjálparstarf kirkjunnar 50 ára – fréttir af ráðstefnu um valdeflingu kvenna og nokkrar myndir

Ráðstefna í tilefni af 50 ára afmælinu tókst með ágætum eins og kemur fram á fasbók starfsins: Við erum í skýjunum með málþingið okkar í gær í tilefni fimmtíu ára starfsafmælis Hjálparstarfs kirkjunnar! Kærar þakkir til ykkar allra, – um eitt hundrað manns, sem mættuð á málþingið þrátt fyrir veður!  Og takk frú Agnes og frú Eliza og herra Magnús

Lesa meira

Jóla-aðstoð 2019 – 25. – 29. nóvember

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 25. nóvember til 29. nóvember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum.

Lesa meira

Stiklað á stóru í starfi Hjálparstarfs kirkjunnar júlí 2018 – febrúar 2019

Glæra 1          Starfsárið 2018 – 2019 Starfsár Hjálparstarfsins er frá júlí – júní ár hvert. Ársskýrsla síðasta starfsárs er aðgengileg hér: http://www.help.is/doc/240. Hér á eftir verður stiklað á stóru í starfinu fyrstu átta mánuði núlíðandi starfsárs:   Glæra 2          Aðalfundur Framkvæmdastjórn gaf kost á sér til áframhaldandi setu og var endurkjörin. Í framkvæmdastjórn eru Gunnar Sigurðsson formaður, Páll Kr.

Lesa meira
« Eldri færslur