Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum

Ragnheiður Sverrisdóttir, verkefnisstjóri á biskupsstofu, vekur athygli á efni sem gefið var út 2003. Í bréfi með efninu segir hún:
Áhrif #metoo byltingarinnar hafa verið mikil. M.a. hefur Félag prestsvígðra kvenna opinberlega krafist breytinga á vinnuumhverfi og -aðstæðum kvenna í kirkjunni.
Það er til fræðsluefni sem talar beint í aðstæður dagsins sem heitir Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum sem var gefið út 2003. Þó það sé svona gamalt á það við í dag. Það er vel uppsett, fræðandi og með framkvæmdaáætlun. Efnið er aðgengilegt á vef kirkjunnar
http://kirkjan.is/kerfi/skraarsofn/kirkjan-frettir/2018/02/kirkjan_motmaelir_ofbeldi_gegn_konum.pdf
Það er einnig til prentað og biskupsstofa sendir það gjarnan til þeirra sem þess óska.