Eftirfylgd við Krist – Matteusarguðspjall

Fylg þú mér!

Ef Guð mætti þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér“. Myndir þú standa upp og fylgja honum. Það er spurningin sem Matteus guðspjallamaður leggur fyrir lesendur sína, eins og Jesús kallaði hann til fylgdar við sig spyr hann þig.

Lestu og/eða hlustaði á hljóðbók

Slástu í för með Jesú og lærisveinum hans í gegnum guðspjallið.

Umræðuhópur á netinu eða í leshópi

Vertu með í umræðuhópi sem gefur þér tækifæri til að sjá efnið út frá sjónarhorni annarra um leið og þú getur tjáð þig um skilning þinn og aukið þannig þekkingu þína með góðu samtali. Einnig er hægt að taka þátt á ZOOM fundum ef aðstæður leyfa ekki annað.

Erindi

Námskeiðið er skipt upp í fjóra hluta. Svo fólk skuldbindur sig bara í einn hluta í einu. Og getur svo haldið áfram ef það hugnast það. Því er haldið fram að Matteus hafi haft fimm þætti í huga þegar hann kenndi söfnuðum sínum að fylgja meistaranum. Fimm ræður guðspjallsins fjalla hver um sig um einn af þessum þáttum. Það hjálpar ótrúlega mikið að ná tökum á þessum þáttum fyrir þau sem vilja í alvöru leitast við að haf Jesú fyrir leiðtoga lífs síns.

Höfundur og leiðbeinandi

Ég hef starfað sem héraðsprestur á Norðaustulandi í tvo áratugi. Fræðslumál kirkjunnar hafa verið mér brennandi málefni. Framhaldsnám mitt í guðfræði hefur verið á því sviði. Guðspjall Matteusar kennir á sérstakan hátt fólki að fylgja Meistaranum frá Nasaret. Þemasálm námskeiðsins samdi ég með þá minningu í huga þegar Drottinn kallaði mig í Vatnaskógi. Hlustaðu á sálminn…

Guðmundur Guðmundsson

Eftirfylgdin við Krist

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um framkvæmd námskeiðsins sem er heilstæð fræðsla eins og kirkjufræðsla á að vera. Gullvæg leið til að læra er að hlusta, sjá og skilja, og reyna svo sjálf. Jesús var með fylgjendum sínum og kenndi ekki síður með breytni sinni en orðum. Þannig er stefnt að því að skapa gefandi samfélag og hvetja til þátttöku í safnaðarstarfi, og í dagslegu lífi að fylgja dæmi Drottins.

Lestur og hlustun

Við hlustum á orð Drottins og tökum það til okkar.

Samræður um trúmál

Með samtali í hópi reynum við að skilja orð Drottins.

Fylgja og breyta rétt

Með stuðningi hvers annars fylgjum við dæmi Drottins

Upplýsingar um námskeiðið hér fyrir ofan

Eftirfylgdin við Krist

Hver vill ekki ná á leiðarenda? Leiðsögn Jesú Krists er traust og örugg