Æskulýðsstarf

Velkomin á vef æskulýðsstarfsins í Eyjarfjarða- og Þingeyjarprófastsdæmi. Hér er að finna ýmsar upplýsingar um starfið ásamt leiðbeiningum til þeirra sem því sinna, en bent er á að nýjust upplýsingar um starf í hverri kirkju fyrir sig er að finna á vefsvæðum viðkomandi kirkna.

Barnastarf er fjölbreytt í kirkjunum í prófastsdæminu. Fremstur í flokki jafningja er sunnudagaskólinn sem er jafnan í boði á sunnudögum en einnig eru sumar kirkjur með kirkjuskóla á öðrum dögum og sérstakt starf fyrir eldri börn. Gerið svo vel og smellið á myndina til að fræðast nánar um barnastarf í kirkjum Eyjafjarðarprófastsdæmis.

Unglingastarf er í boði í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju auk þess sem flestar kirkjur í prófastsdæminu bjóða upp á ýmislegt starf í tengslum við fermingarfræðsluna og margs konar samverur fyrir unglinga og ungt fólk. Gerið svo vel og smellið á myndina til að fræðast nánar um unglingastarf í kirkjum Eyjafjarðarprófastsdæmis.

Barna- og unglingakórastarf er í boði í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju auk þess sem sumar kirkjur í prófastsdæminu eru í samstarfi við tónlistarskóla, grunnskóla og leikskóla varðandi söng- og kórastarf. Gerið svo vel og smellið á myndina til að fræðast nánar um barna- og unglingakórastarf í kirkjum Eyjafjarðarprófastsdæmis.

ÆSKEY eða Æskulýðssamband kirkjunnar í Eyjafjarðarprófastsdæmi er samstarfsvettvangur kirkna í prófastsdæminu um barna- og ungingastarf. Skýrsla um störf ÆSKEY er lögð fram á héraðsfundi hvert ár. Gerið svo vel og smellið á myndina til að fræðast nánar um Æskulýðssamband kirkjunnar í Eyjafjarðarprófastsdæmi.

Leiðtogafræðsla er mikilvægur hluti af því starfi sem kirkjan og samstarfsaðilar hennar sinna. Lögð er áhersla á að leiðtogum standi fjölbreytt fræðsla til boða og þeim gefist kostur á að þjálfa eigin færni og afla sér frekari þekkingar til að geta sinnt starfi sínu. Hér á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar og ábendingar til leiðtoga.

Vinsamlegast komið ábendingum um það sem betur má fara á þessum vefsíðum um æskulýðsstarfið til Sonju Kro, æskulýðsfulltrúa í Akureyrarkirkju á netfangið: Senda póst.