Kirkjan beiti sér í umhverfismálum

Aðgerðaáætl­un í um­hverf­is­mál­um þjóðkirkj­unn­ar er mörkuð í samþykkt­um kirkjuþings 2017, en því var frestað í gær (15. nóv.). Þráður­inn verður svo tek­inn upp að nýju fljót­lega eft­ir ára­mót.

„Við sem störf­um í kirkj­unni vilj­um taka hönd­um sam­an við aðrar hreyf­ing­ar og ein­stak­linga sem láta sig nátt­úru­vernd og bar­átt­una gegn lofts­lags­vá varða,“ seg­ir í þings­álykt­un um um­hverf­is­stefn­una þar sem lagt er til að þjóðkirkj­an verði virkt um­bóta­afl.

Meðal atriða í um­hverf­is­mál­um sem kirkj­an hyggst beita sér fyr­ir er að hand­bók um um­hverf­is­starf í kirkju­starfi verði gef­in út, efnt verði til viðburða, helgi­halds og fræðslu um um­hverf­is­mál, t.d. með um­hverf­is­dög­um í kirkj­um og upp­skerumess­um, einnota plast­mál­um verði út­rýmt úr safnaðar­starfi kirkj­unn­ar og gert átak í end­ur­heimt vot­lend­is á kirkju- og prests­set­ur­sjörðum líkt og gert hef­ur verið í Skál­holti.

(Af mbl.is/Kristinn Magnússon)