Námskeið á næstunni
Á næstunni verða eftirfarandi námskeið í prófastsdæminu:
Kyrrðarstarf veturinn 2018-19 í prófastsdæminu:
1. Kyrrðardagar verða á Möðruvöllum næst í vor – auglýst síðar.
Umsjón hafa sr. Guðmundur Guðmundsson, sr. Guðrún Eggertsdóttir og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, Sigríður Halldórsdóttir og Aníta Jónsdóttir. Skráning er hjá Guðmundi Guðmundssyni í síma 897 3302 og gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is einnig má vera í sambandi við Guðrúnu gudruneggerts@simnet.is / 860-0545.
2. Kyrrðarstundir í kapellunni á Sjúkrahúsinu á Akureyri á miðvikudögum kl. 17.
Á hverjum miðvikudegi yfir vetrartímann hittist hópur sem stundar kyrrðarbænina í kapellunni undir liðsögn sr. Guðrúnar Eggertsdóttur. Stundin er 30 mínútur og þeir sem vilja taka þátt geta fengið leiðsögn hjá henni fyrir stundirnar eftir samkomulagi.
Sr. Guðrún kynnir kyrrðarbænina á ráðstefnu í Neskirkju 2014…
Fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju 31. október
Ný sálmabók 2019 og hvað gerum við svo?
Erindi og umsjón: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar
Miðvikudaginn 31. október verður söng- og umræðukvöld. Það er Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, sem boðar til sín presta, organista, kórlfólk og aðra áhugasama til að kynna væntanlega sálmabók sem kemur út á komandi ári. Að þessu sinni verður stundin í kirkjunni með miklum söng og umfjöllun um bókina, efni og tónlist hennar kynnt og rætt. Boðið verður upp á kaffi í hléinu. Kvöldið endar með helgistund í kirkjunni. Sálmabók er auk helgisiðabókar og Heilagrar Ritningar uppspretta trúarlífsins, tilbeiðslu og lofgjörðar einstaklinga og safnaðanna. Vonast er til að kvöldið gefi góða hugmynd um hvers er að vænta með nýrri sálmabók og allir safnaðarmeðlimir hvattir til að koma og njóta stundarinnar.
Spurningar og vangaveltur:
Er sálmasöngur fyrir alla sem koma í kirkju, eða bara fyrir kórinn?
Er sálmasöngur nauðsynlegur eða kannski úreltur?
Er sálmasöngur á Íslandi öðruvísi en í öðrum löndum?
Er tón prestanna gamaldags eða klassískt?
Er tónað í öðrum löndum?
Er tón og tilbeiðsla samofin, eða skiptir það engu máli?
Hvað er sálmur og hvað er ekki sálmur?
Allir hjartanlega velkomni