Námskeið á næstunni

Á næstunni verða eftirfarandi námskeið í prófastsdæminu:

Kyrrðarstarf vorið 2017 í prófastsdæminu:

1. Kyrrðardagar verða á Möðruvöllum laugardagana 24. mars og 26. maí.

kyrrdardagur_gler_180210_takn

Umsjón hafa sr. Guðmundur Guðmundsson, sr. Guðrún Eggertsdóttir og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, Sigríður Halldórsdóttir og Aníta Jónsdóttir. Skráning er hjá Guðmundi Guðmundssyni í síma 897 3302 og gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is einnig má vera í sambandi við Guðrúnu gudruneggerts@simnet.is / 860-0545.

Nánari upplýsingar…

2. Kyrrðarstundir í kapellunni á Sjúkrahúsinu á Akureyri á miðvikudögum kl. 17. 

kapella_sakÁ hverjum miðvikudegi yfir vetrartímann hittist hópur sem stundar kyrrðarbænina í kapellunni undir liðsögn sr. Guðrúnar Eggertsdóttur. Stundin er 30 mínútur og þeir sem vilja taka þátt geta fengið leiðsögn hjá henni fyrir stundirnar eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar…

Sr. Guðrún kynnir kyrrðarbænina á ráðstefnu í Neskirkju 2014…


Fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju 14. feb. – 21. mars á miðvikudagskvöldum kl. 20

Sjá nánar um verkefnið Fasta fyrir umhverfið

N4Dagskrafinal

Að starfa í sóknarnefnd –  Námskeið 17. mars kl. 10-13 á í Glerárkirkju á Akureyri og 14.15-17.00 í safnaðaraheimli Dalvíkurkirkju

gudmundur-thor-gudmundssonSóknarnefndarnámskeið á vegum Starfs og leikmannaskóla Biskupsstofu.

Fyrirlesarar verða tveir: Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur Biskupsstofu og Sigfús Kristjánsson verkefnastjóri á fræðslu og kærleikssviði.

sigfucc81s-kristjacc81nsson.jpg

Guðmundur mun fara yfir helstu verkefni, ábyrgð og starfsumhverfi sóknarnefnda með hliðsjón af hlutverki kirkjunnar og þjónustu hennar í samfélaginu. Jafnframt verður staldrað við starfsemi Biskupsstofu og samskipti hennar og samspil við sóknarnefndir.

Sigfús mun fara yfir starfsemi þjóðkirkjunnar bæði á landsvísu og á hverjum stað og ræða stöðu hennar og íslenskt trúarlíf.  Einnig mun hann kynna starfsemi fræðslusviðs og möguleika þess til að styðja við sóknir.

Tími verður til umræðna um efni beggja fyrirlestra og annað sem sóknarnefndarfólk vill ræða.

Gert er ráð fyrir að námskeiðið taki 2 klst auk matar- og kaffihlés.

 

%d bloggurum líkar þetta: