Námskeið á næstunni

Á næstunni verða eftirfarandi námskeið í prófastsdæminu:

Fylg þú mér eða eftirfylgdin við Krist, námskeið í apríl.

 

Fylg þú mér!

Ef Guð mætti þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér“. Myndir þú standa upp og fylgja honum. Það er spurningin sem Matteus guðspjallamaður leggur fyrir lesendur sína, eins og Jesús kallaði hann til fylgdar við sig spyr hann þig.

Veturinn 2020-21 var sr. Guðmundur Guðmundsson með erindi í samstarfi við útvarpsstöðina Lindin um eftirfylgdina við Krist. Þau voru og verða á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og svo aðgengileg á appi-útvarpstöðvarinnar og hér á þessari síðu. Þetta eru stutt erindi með innskoti af tónlist og spjalli, um hálftíma þættir. Erindin eru lögð til grundvallar á námskeiðinu. Fyrsti þátturinn fór í loftið 2. september 2020. Með þessu móti verður gefin kostur á að njóta fræðslu um kristna trú þó að samkomutakmarkanir séu í gangi. Einnig er stefnt að mynda umræðuhópa um efnið ef áhugi er fyrir hendi í raunheimum eða á ZOOM-inu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s