Samráðsfundur vígðra þjóna í prófastsdæminu 5. okt. í Sunnuhlíð kl. 10-13

Prófastur hefur boðað til samráðfundar vígðra þjóna nk. föstudag. Þar eru ýmis mál til umræðu:

Sr. Svavar A, Jónsson mun þar segja frá ferð sinni á fróðlega ráðstefnu síðastliðið vor, þar sem fjallað var um stöðu trúar og réttinn til iðkunar trúar í nútímasamfélagi, sem verður æ veraldlegra nú um stundir.
Þá verður tími til þess að ræða ýmis önnur mál, svo sem tillögu biskupafundar um hugsanlegar breytingar á prestakallaskipan. Þar er meðal annars lögð til sameining Akureyrar- og Laugalandsprestakalls.
Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er boðin velkomin í hóp vígðra þjóna prófastsdæmisins, næsta árið a. m.k., en hún þjónar nú Laufásprestakalli í námsleyfi sr. Bolla Péturs Bollasonar.
Nýlega var ráðinn æskulýðsfulltrúi í Akureyrakirkju. Hún heitir Sonja Kro og er menntaður leikskólakennari. Hún hefur einnig ákveðnum skyldum að gegna við prófastsdæmið og má leita til hennar varðandi stuðnings við að efla barna- og æskulýðsstarfið á svæðinu. Verður hún með innlegg á fundinum. Hún hefur aðsetur í Akureyrarkirkju alla virka daga, Hefur hún netfangið sonja@akirkja.is.
Landsmót Æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar fer fram á Egilsstöðum dagana 26.-28. október n.k. og vonast er til að ungmenni af svæðinu taka þar þátt.