Category Archives: Umræða

Samræður um framtíðarsýn kirkjunnar komnar á netið, fyrsti og annar fundur

Fram að kirkjuþing 2020 í mars verða umræðufundir með innleggjum um framtíðarsýn kirkjunnar. Það eru miklar breytingar framundan í átt til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar. Það er svo sem ekki ný umræða. Á 19. öld voru mótaðar reglur í kristniboðsstarfi þar sem stefnt var að sjálfstæði kirknanna utan Evrópu, kallað þrjú-sjálf (Three selfs) reglan eða þrefalt sjálfstæði, stjórnunarlegt-, boðandi- og fjárhagslegt sjálfstæði.

Lesa meira

Prédikunarhópur í Sunnuhlíð 12, 15. jannúar kl. 9:15

Boðið verður upp á prédikunarhóp fyrir presta og áhugasama sem vilja takast á við prédikunartexta sunnudagana framundan. Hópurinn hittist annan hvern miðvikudag kl. 9:15 til 10:45 í Sunnuhlíð 12, á skrifstofu prófastsdæmisins. Teknir verða fyrir guðspjalltexti næstu tvo sunnudag, aðaláhersla á texta næsta sunndags. Næsti fundur verður miðvikudaginn 15. janúar. Guðspjall 19. janúar – 2. sunnudagur eftir þrettándann: Jóh 2.1-11

Lesa meira

Um hjálparstarf kirkjunna á 50 ára afmæli

Þann 9. janúar 2020 fagnar Hjálparstarf kirkjunnar 50 ára afmæli sem hjálparstofnun en á prestastefnu sumarið 1969 hvöttu prestar landsins kirkjuna til að koma á legg hjálparstofnun er sinnti hjálparstarfi og líknarmálum á vegum hennar. Þeir ákváðu jafnframt að leggja 1% af launum sínum til hjálparstarfsins. Á fundi kirkjuráðs 9. janúar 1970 var formlega ákveðið að stofna Hjálparstofnun kirkjunnar. Séra

Lesa meira

Samband ríkis og kirkju í sögulegu ljósi

Lögfræðitorg með Dr. Jürgen Jamin, nýr prestur kaþólsku kirkjunnar á Akureyri flytur erindi um efnið á lögfræðitorgi í Háskólanum á Akureyri  í stofu M101 á morgun þriðjudag 15. janúar kl. 12-13. Er vakin athygli á þessu erindi sem skiptir kirkjurnar máli. Í kynningu segir: Í vestrænum ríkjum nútímans virðist oft vera gengið út frá því sem vísu að ríki og

Lesa meira

Er trúfrelsinu ógnað? – Erindi sr. Svavars A. Jónssonar á prestafundi í sept. 2018

Alberico Gentili var 16. aldar ítalskur lögfræðingur. Hann tilheyrði hreyfingu mótmælenda sem sætti grimmilegum ofsóknum í rammkaþólsku landi. Gentili neyddist því til að flýja heimaland sitt eins og mörg önnur trúsystkini hans. Hann flæmdist upp eftir Evrópu og endaði í Oxford á Englandi þar sem hann varð háskólaprófessor í lögum. Alberico Gentili er þekkt nafn í lögfræði. Hann átti stóran

Lesa meira

Bréf Samkirkjunefnd v/ nóbelsverðlaunanna í okt. 2018

Það er athyglisvert að annað af tveimur handhöfum friðarverðlauna Nóbels í ár er prestsonurinn, leikmaðurinn og baráttumaðurinn dr. Denis Mukwege.  Hann er skurðlæknir frá Lýðveldinu Kongó. Hann hlaut þau ásamt Nadia Murad en þau hafa barist fyrir því að stöðva notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopns í stríði og í hernaðarlegum átökum. Dr. Denis Mukwege var einn af aðalræðumönnum heimsþings Lútherska

Lesa meira

Samráðsfundur vígðra þjóna í prófastsdæminu 5. okt. í Sunnuhlíð kl. 10-13

Prófastur hefur boðað til samráðfundar vígðra þjóna nk. föstudag. Þar eru ýmis mál til umræðu: Sr. Svavar A, Jónsson mun þar segja frá ferð sinni á fróðlega ráðstefnu síðastliðið vor, þar sem fjallað var um stöðu trúar og réttinn til iðkunar trúar í nútímasamfélagi, sem verður æ veraldlegra nú um stundir. Þá verður tími til þess að ræða ýmis önnur

Lesa meira

Prestastefna ályktaði um umhverfismál

Umhverfismál voru umfjöllunarefni Prestastefnu 2018 sem fór fram í Neskirkju dagana 24.-26. apríl sl. Fyrirlestrar og málstofur fjölluðu um umhverfismál út frá ýmsum hliðum. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson flutti ávarp, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor fjallaði um loftslagsbreytingar og guðfræðilega siðfræði, Hólmfríður Þorsteinsdóttir sérfræðingur frá Umhverfisstofnun fjallaði um Grænu skrefin í ríkisrekstri og séra Halldór Reynisson, séra Elínborg Sturludóttir og séra

Lesa meira

Umhverfismál á Akureyri – erindi Guðmundar Hauks Sigurðssonar á fræðslukvöldi í Glerárkirkju

Vekjandi erindi um umhverfismál á Akureyri. Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku gerði grein fyrir þeim verkefnum sem Vistorka hefur komið í framkvæmd og þeim árangri sem náðst hefur. Þá dró hann fram þau viðfangsefni sem sveitarfélög og einstaklingar þurfa að takast á við fram að því að Parísarsáttmálin virkjast 2030. Innlegg á umræðukvöldi í Glerárkirkju 14. febrúar 2014.

Lesa meira

Fasta fyrir umhverfinu – viðtal við Sindra Geir Óskarsson á N4

Í föstudagsþætti N4 var ræddi Karl Eskil Pálsson við Sindra Geir Óskarsson, frumkvöðul að verkefninu Fasta fyrir umhverfinu. Þar kynnir hann hugmyndina og kallar fólk til verka eins og lagt er upp með. Verið með og fastið fyrir umhverfið! Hér er dagatalið og heildardagskrá fræðslu- og umræðukvöldanna í Glerárkirkju á miðvikudögum kl. 20.  Fylgist með á facebook/fasta fyrir umhverfið

Lesa meira
« Eldri færslur