Um vefinn

Hér sérðu kirkjublaðið Þjóðkirkjan á Norðaustulandi eða Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Það hefur lengi verið í umræðunni að prófastsdæmið gæfi út fréttablað en nú er það auðveldara í framkvæmd og ódýrara þegar ekki er lengur ástæða til að prenta blað. Fréttablaðið hefur að markmiði að skapa umræðuvettvang um kirkjumál og endurspegla kirkjustarfið á svæðinu. Þeir sem vilja koma efni á framfæri eða ábendingum er bent á vefstjóra, Guðmund Guðmundsson, héraðsprest, eða prófast, Jón Ármann Gíslason.

Til að byrja með verður þetta nokkuð tilviljanakennt og gerðar tilraunir með þá möguleika sem vefsvæðið býður upp á, en með tímunum á þetta að verða góður vetvangur til kynningar á starfi safnaðanna og hugðarefnum kirkjufólks.