Fyrirlestraröð um helgirit kristninnar sem haldin var í Glerárkirkju á í október og nóvember 2014
Fyrirlesarar
Fyrirlesararnir eru guðfræðingar og prestar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæminu sem hafa starfað við að útskýra
Nýja testamentið í ræðum sínum og fræðslu um árabil. Upphafsfyrirlesturinn flytur sérfræðingur í Nýja testamentisfræðum Clarence Glad.
Umræður og iðkun
Eitt af markmiðum námskeiðsins er að gefa þeim sem áhuga hafa möguleika að ræða um rit Biblíunnar og boðskap hennar og geta þeir sem það vilja skráð sig og fengið ráð um Biblíulestur og upplýsingar um Biblíulesahópa í grendina við sig.
Biblían er helgirit kristinna manna og það felur í sér að fræðileg umræða er ágætur grunnur en þeir sem lesa Biblíuna til uppbyggingar í trú stíga lengra því fylgja hér með nokkrar þær bænir og íhuganir sem er að finna í Nýja testamentinu. Bæn og Biblíulestur heyra saman og gefur Guðs orði nýja og kröftuga vídd.
Efnisyfirlit
Í Glerárkirkju í október og nóvember
á miðvikudögum kl. 20-22
Í fyrirlestrunum verða dregnar fram gundvallarhugmyndir í ritum Nýja testamentisins. Fjallað verður um höfundana, stund og stað ritanna, þýðingu þeirra fyrir kristna söfnuði og bænalíf. Bók Williams Barclay Leiðsögn um Nýja testamentið er til hliðsjónar og hægt að fá hana hjá Skálholtsútgáfunni.
1. erindi
Dr. Clarence Glad er sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkur Akademíunni. Hann hefur kennt við Brown háskóla, Hafnarháskóla, Háskólann á Bifröst, HR, HÍ og MS. Hann er nú statsstipendiat við Árnastofnun Hafnarháskóla. Hann skrifaði bókina Átökin um textann. Nýja testamentið og upphaf kristni.
Nýja testamentið og vandi túlkunarinnar.
Í þessu erindi er sjónum beint annars vegar að ímyndasköpun hins annarlega í ritum Páls postula og hins vegar að mikilvægi upplýstrar afstöðu um mótandi áhrif eigin viðhorfa á túlkun texta. Ábyrg túlkun fornra texta ætti að reyna að virða niðurstöður akademískrar ritskýringar í gagnrýnu samtali við eigin samtíða og hefðir.
____________________________________________
2. erindi
Sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað.
Markús og Matteus – samstofna guðspjöll:
Brúin milli Gamla og Nýja testamentisins.
Þrjú fyrstu guðspjöllin í Nýja testamentinu er nefnd samstofna því að bæði Matteus og Lúkas byggja á Markúsarguðspjalli en einnig á öðru efni. Í erindinu er komið inn á það og sérkenni Matteusar sem hefur að geyma fimm ræður og leggur áherslu á uppfyllginu Gamla testamentisins með komu Jesú. Fyrsta guðspjallið er brú milli Gamla og Nýja testamentisins.
______________________________________________________
“Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.”
Jesús í guðspjalli Jóhannesar
______________________________________________________
3. erindi
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur á Ólafsfirði.
Markús og Lúkas – samstofna guðspjöll:
Vinur hinna vinarsnauðu.
Lúkas byggir á Markúsarguðspjalli en einnig á öðru efni eins og forsögunni um bernsku og æsku Jesú. Textinn er á góðri grísku og sérefni hans leggur áherslu á að Jesús tekur sér stöðu með þeim smæstu og lægst settu, vinur hinna vinarsnauðu.
____________________________________________
4. erindi
Sr. Gunnlaugur Garðarsson,
sóknarprestur í Glerárkirkju.
Jóhannesarguðspjall:
Hugur Guðs í holdi manns.
Guðspjall Jóhannesar er ólíkt hinum og er í erindinu fjallað um það. Þá er boðskapur þess um að orðið sem varð hold rakinn til hugmynda samtímans en einnig sem einkenni kristinnar trúar.
____________________________________________
5. erindi
Sr. Hildur Sigurðardóttir,
prestur og húsfreyja á Skinnastað.
Postulasagan:
Saga frumkirkjunnar
og boðskapur hennar.
Postulasagan er úrval atburða í sögu frumkirkjunnar til að sýna stefnu kirkjunnar frá Jerúsalem til heimsins enda. Þá hefur hún að geyma dæmi um prédikun í frumkirkjunni. Í erindinu eru þessir tveir þættir skoðaðir.
____________________________________________
6. erindi
Sr. Guðmuundur Guðmundsson,
héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
Bréf Páls postula – Galatabréfið:
Frelsi kristins manns.
Í erindinu eru sagt frá kristniboðsferðum Páls postula og bréf hans til safnaðanna sem hann skrifaði á ferðum sínum. Aðallega er Galatabréfið skoðað og boðskapur þess um frelsi kristins manns. Dregnar eru ályktanir út frá því um hvernig starf kirkjunnar og safnaðanna mætti veri í anda Páls.
____________________________________________
7. erindi
Sr. Sigurður Ægisson,
sóknarprestur á Siglufirði.
Bréf Jakobs,
Péturs postula
og Hebreabréfið –
Jakobsbréfið: Kristin trú í verki.
Gefið er yfirliti yfir þessi ólíku rit og áherslur þeirra en sérstaklega skoðuð umfjöllun þeirra á breytni kristins manns. Hebreabréfið leggur áherslu á helgihaldið, en Jakob á trúna í verki og Pétur á að fylgja Jesú.
____________________________________________
8. erindi
Sr. Jón Ómar Gunnarsson,
prestur í Glerárkirkju.
Bréf Jóhannesar postula
og Opinberunarbókin:
Trúarreynslan og sýn til efsta dags.
Í erindi sínu fjallar Jón Ómar um áherslur Jóhannesarbréfanna um eðli Guðs og eftirfylgdina við Jesú Krist. Hann fjallar einnig um Opinberunarbókina og gildi hennar fyrir kristið fólk í dag.
_____________________________________________________
Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegi mínum.
Úr Davíðssálmum
____________________________________________________