Author Archives: Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur

Helgistund frá Grenivíkurkirkju 22. nóv. kl. 11

Sr. Gunnar Einar Steingrímsson tekur á móti okkur í Grenivíkurkirkju í dag, með honum er Petra Björk Pálsdóttir sem leikur á orgel og syngur,auk þess sem Hólmfríður Hermannsdóttir, Ólína Helga Friðbjörnsdóttir, Hólmfríður Friðbjörnsdóttir og Anna Steinlaug Ingólfsdóttir syngja við stundina.Notaleg stund nú við lok kirkjuársins.

Lesa meira

Jólaaðstoð 2020 hefst 23. nóv

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 alla virka daga frá 23. nóvember til 27. nóvember. Vegna Covid verður tekið viðtal símleiðis um leið og bókaður er tími til að skrifa undir

Lesa meira

Helgistund á netinu á allra heilagra messu 1. nóv. frá Akureyrarkirkju

Nethelgistund frá Akureyrarkirkju 1. nóv. 2020 á Allra heilagra messu. Prestur sr. Jón Ragnarsson flytur hugvekju og bæn fyrir látnum ástvinum. Organistar kirkjunnar Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir spila. Kvartet syngur Smávinir fagrir og Ég veit um himins björtu borg. Sönghópurinn: Anna Eyfjörð Eríksdóttir, Lilja Gisladóttir, Magnús Friðriksson og Haraldur Hauksson. Njótið vel.

Lesa meira

Helgistund um gleðina með Krossbandinu

„Gleðin er alvörumál himinsins“ – C.S.LewisSr. Jóhanna Gísladóttir og sr. Guðmundur Guðmundsson leiða í kvöld helgistund þar sem þemað er gleðin sjálf. Krossbandið sér um tónlistina en það er skipað Snorra Guðvarðssyni, Ragnheiði Júlíusdóttur og Stefáni Gunnarssyni í kvöld. Tónlistin er fjölbreytt, en tal, tónar og myndir ýta undir umræðuefni kvöldsins.Guð gefi ykkur góða viku. https://fb.watch/1mP0nslxRN/

Lesa meira

Þáttur 7 – Fjallræðan um tilbeiðslu: Í guðspjalli Matteusar má lesa um bænalíf Jesú

Í 7. þætti höldum við áfram með Fjallræðuna og tilbeiðsluna. Þetta er ein þekktasta ræða sem flutt hefur verið. Hún er um tilbeiðslu föðurins himneska. En áður en ræðan sjálf verður rannsökuð lesum við um bænalíf Jesús eins og Matteus segir frá því. Það er lærdómsríkt fyrir þá sem vilja fylgja honum. Allir þættirnir og nánari upplýsingar hér.

Lesa meira

Bleik messa í streymi frá Akureyrarkirkju 18. okt. kl. 20

Sunnudaginn 18. október kl. 11.00 verður boðið upp á streymi frá sameiginlegum sunnudagaskóla Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Streymt verður á facebook-síðum kirknanna.Þennan sama dag verður streymt frá Akureyrarkirkju kl. 20.00 í gegnum facebook, Bleikri helgistund í tilefni af bleikum október. Prestar eru sr. Jóhanna Gísladóttir og sr. Sindri Geir Óskarsson. Eyþór Ingi Jónsson og Birkir Blær Óðinsson sjá um tónlistina. Hildur Eir

Lesa meira
« Eldri færslur