Author Archives: Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur

helgistund frá Húsavíkurkirkju á 2. sunnudegi í föstu

Helgistund kemur frá Húsavíkurkirkju á 2. sunnudegi í föstu, þann 28. febrúar 2021. Sóknarprestur sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir leiðir stundina en sr. Jón Ármann Gíslason prófastur prédikar. Nýi organistinn Attila Szebik leikur á orgelið og stjórnaði Kór Húsavíkurkirkju. Hann spilaði í upphafi Praeludium III pro Organo Pleno in C-major eftir Krebs og í lokin How great is the mercy of

Lesa meira

Fermingarbarnasöfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í byrjun mars

Í byrjun mars setja börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar söfnunarmiða inn um póstlúgur í íbúðarhúsum í stað þess að banka upp á með söfnunarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar eins og venjulega. Það verður safnaðar til vatnsverkefna í Eþíópíu og Uganda. Það gjörbreytir aðstæðum fólksins á svæðunum þar sem Hjálparstarfið er með verkefnin. RÚV sýndi kynningarmyndband um þetta starf sem má horfa á hérna:

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 10. þáttur: Fjallræðan og tilbeiðsla: Myndmál um Guð föður og ábyrgð manna

Í 10. þætti er myndmál Jesú skoðað í seinni hluta 6. og 7. kafla guðspjallsins þ.e. í seinni hluta Fjallræðunnar. Jesús lýsir þar föðurnum himneska, sem ber umhyggju fyrir börnum sínum og talar um afleiðingar þess í mannlegu samfélagi og ábyrgð manna. Hlusta á þáttinn:

Lesa meira

Jólaaðstoðin þakkar stuðning og útvíkkar samstarfið

Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparstarf kirkjunnar hafa frá árinu 2012 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Samstarfið hefur verið farsælt og nú hefur verið ákveðið að útvíkka það. Auk jólaaðstoðar hafa samtökin nú samstarf á ársgrundvelli um stuðning við efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu svo söfnunarfé og framlög til málaflokksins nýtist sem best.

Lesa meira

Gengið í föstu – Erindi sr. Þorgríms Daníelssonar

Leiðbeiningar um föstuhald sem lífsleikni og andleg þjálfun. Meinlætalíf eða gott og heilbrigt líferni. Fyrirlesari: Þorgrímur Daníelssons, sóknarprestur á Grenjaðarstað. Erindin upphaflega flutt í febrúar 2016. 1. hluti: Inngangur, um föstu og grundvallaratriði hennar Í upphafi talaði Þorgrímur um áhyggjur sínar af efnishyggju nútímans og bresti í siðferðilegu lífi. Þá snéri hann sér að föstunni. Hann sagði að kennslu hefði

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 9. þáttur: Fasta, bæn og ölmusur, og faðir vor

Þáttur 9 – Fjallræðan og tilbeiðsla: Fasta, bæn og ölmusa gyðinga og bæna Drottins Í 9. þætti er 6. kafli guðspjallsins lesinn. Þar talar Jesús um að biðja til föðurins himneska sem sér í leynum. Hann gagnrýnir föstu, bæn og ölmusu sem er iðkuð fyrir mönnum en ekki Guði. Jesús kennir lærisveinum sínum að biðja með orðum Faðir vorsins sem er

Lesa meira

Biblíufélagið, kristin fræði og biblíusögur

Hér á biblíudegi er endurbirt erindi sem dr. Sigurður Pálsson heitinn flutti á Akureyri í tilefni 200 ára afmæli biblíufélagsins 2015. Það var þrískipt og hver þátturinn öðrum áhugaverðari og ástæða til að rifja upp. Sigurður var námstjóri í kristnum fræðum, sóknarprestur í Hallgrímskirkju og doktor í menntunarfræðum. Hann var gerður að heiðursfélaga Biblíufélagsins 2015 m.a. vegna starfa sinna við

Lesa meira

Helgisstund frá Siglufjaraðarkirkju á Biblíudegi

Helgistund þjóðkirkjunnar á Norðausturlandi kemur frá Siglufirði þennan sunnudaginn sem er Biblíudagurinn. Gefum okkur tíma og næði til að njóta fallegra tóna og orða á þessum góða degi. Forspil: Eins og hind Ávarp og signing Kórsöngur: Guð, sem gefur lífið Ritningarlestur Kórsöngur: Drottinn, gerðu hljótt í hjarta mínu Hugleiðing Kórsöngur: Ó, vef mig vængjum þínum Bæn og blessun Eftirspil: Í

Lesa meira

Undirbúningstími fyrir föstu og betra líf

Í Kastljósþættinum í gærkvöldi, þriðjudaginn 2. febrúar, ræddi Sigríður Hagalín Björnsdóttir við Elvu Rakel Jónsdóttur, sviðstjóri hjá umhverfisstofnun um málefni loftslags og græns samfélags, um það sem við höfum þurft að neita okkur um vegna sóttvarna undanfarið ár. Hún spurði hvaða áhrif sóttvarnir vegna Covid hefur haft á jörðina sem við búum á. (Slóð á þáttinn). Það hefur leitt til

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 8. þáttur: Sæluboðun og lögmálið

Nú halda áfram þættirnir um Eftirfylgdina við Krist sem sr. Guðmundur Guðmundsson hefur verið með á Lindinni í vetur. Það má hlusta á þá hér á vefnum. Tekin er upp þráðurinn þar sem frá var horfið með umfjöllun um Fjallræðuna. Hann heldur því fram að Fjallræðan fjalli um tilbeiðslu og bæn, enda er Faðir vorið í ræðunni miðri. Þeir sem

Lesa meira
« Eldri færslur