Category Archives: Sálgæsla

Starf Samhyggðar vor og sumar 2021

Kynningarfundur í beinu streymi frá Glerárkirkju frá því í maí 2021. Samhyggð kynnir zoom makamissishópinn sem fer af stað í júní, eins barnsmissishópinn sem fer af stað í júní og makamissishópinn sem fer af stað í júlí. Stutt spjall um sorg og sorgarviðbrögð í upphafi fundar.Hægt er að skrá sig í hópana með því að senda tölvupóst á sindrigeir@gmail.com Horfa

Lesa meira

Andlega bjargráð – fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju 27. nóv. kl. 20

Tvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika.  Seinna erindið 27. nóvember kl. 20 flytur dr. Gísli Kort Kristófersson dósent í geðhjúkrun við Heilbrigðisvið Háskólans á Akureyri. Erindið nefnir hann: Samþætt nálgun í meðferð geðsjúkdóma og andleg bjargráð.  Í erindi sínu mun hann benda á mismunandi leiðir til að vinna með geðræna og andlega

Lesa meira

Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika – Fræðslukvöld í Glerárkirkju 13. og 27. nóv. kl. 20

Tvö erindi verða í Glerárkirkju í nóvember undir yfirskriftinni Heilbrigði gegnum áföll og erfiðleika. Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20 verður dr. Helgi Garðarsson geðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri með erindi sem hann nefnir: Kenningar Jung um duldir varpa ljósi á áhrif áfalla. Carl Jung var brautryðjandi í skilningi á því hvernig áföll valda sundrungu hugans með hugrofi. Afleiðingu þessarar innansundrungar kallaði

Lesa meira

Kyrrðardagur á Möðruvöllum 11. nóvember

Kyrrðardagur á Möðruvöllum verður laugardaginn 11. nóvember kl. 10-16:15. Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Verð: 2000 kr. Skráning í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudaginn 9. nóv. í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is. ______________________________________________________ Kyrrð, íhugun, útivist og hvíld. ______________________________________________________ Dagskrá: Kl. 10.00     Kynning í safnaðarheimilinu. Kl.

Lesa meira

Ég finn þinn anda, sálmur eftir sr. Hildi Eir

Texti eftir sr. Hildi Eir Bolladóttur og lagið samdi Eyþór Ingi Jónsson og má hlusta á það hér á síðunni. Lagið syngur Elvý Guðríður Hreinsdóttir. Ég finn þinn anda 1. Eigum við að fæðast til að deyja Drottinn minn? Er lífsbaráttan virði þess að heyja Drottinn minn? Er eilífðin þá búin til úr von? Sem fengin er í samfylgd við

Lesa meira

Kristin íhugun og bæn. Fjögur erindi

Erindin voru flutt á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju vorið 2014. Kristin íhugun hefur verið stunduð um aldir. Til eru ýmsar aðferðir og verða nokkrar þeirra kynntar. Íhugun er andleg heilsurækt og þáttur í trúarlegri uppbyggingu kristins fólks í erli dagsins. Dagskrá: 1. erindi (Flutt miðvikudaginn 5. febrúar 2014) Sr. Gunnlaugur Garðarson, sóknarprestur í Glerárkirkju. Hann hefur kynnt sér bænahefð og

Lesa meira