Valin rit Lúthers koma út á íslensku

Nú er komið út fyrra heftið af úrvali rita eftir Martein Lúther. Það var haldin útgáfuhátíð í Neskirkju föstudaginn 1. desember sl. Hér er upptaka af hátíðinni, þeim færð eintök, sem tekið hafa þátt í útgáfunni og dr. Gunnar Kristjánsson flutti athyglisvert erindi um áhrif siðbótarmannsins Lúthers á kirkju og menningu Vesturlanda. Það verður áhugvert að fylgjast með hvort rit hans valdi umræðu og umróti eins og fyrir 500 árum.

Gunnar J. Gunnarsson, formaður siðbótarnefndarinnar, afhendir hér öðrum nefndarmönnum eintök af bókinni, Arnfríði Guðmundsdóttur, prófessor, Sigurjóni Árna Eyjólfssyni, héraðspresti, og Solveigu Láru Guðmundsdóttur, biskupi.

Hér fyrir neðan er kynning af vef Skálholtsútgáfunnar sem gefur út ritið:

Marteinn Lúther_Úrval rita 1Úrval þeirra texta sem Lúther skrifaði þegar barátta hans við andleg og veraldleg yfirvöld stóð sem hæst. Flest þeirra rita sem hér birtast koma nú í fyrsta skipti fyrir almennings­sjónir á íslensku. Í bókinni eru alls 13 rit auk ítarlegs inngangs. Meðal rita eru „Siðbótar­greinarnar 95″ sem Lúther festi á dyr Hallarkirkjunnar í Witten­berg 31. október 1517 og mörkuðu upphaf siðbótarinnar. Tvö ritanna tengjast síðarnefnda atburðinum, annars vegar „Varnarræða Lúthers í Worms“, einn þekktasti ræðutexti evrópskr­ar sögu, og hins vegar „Sendibréf til Karls V. keisara“ sem Lúther skrifaði á flótta eftir ríkisþingið í Worms. Aðalþýðandi þessa bindis er dr. Gunnar Kristjánsson.