Category Archives: Fræðsla

Þáttur 7 – Fjallræðan um tilbeiðslu: Í guðspjalli Matteusar má lesa um bænalíf Jesú

Í 7. þætti höldum við áfram með Fjallræðuna og tilbeiðsluna. Þetta er ein þekktasta ræða sem flutt hefur verið. Hún er um tilbeiðslu föðurins himneska. En áður en ræðan sjálf verður rannsökuð lesum við um bænalíf Jesús eins og Matteus segir frá því. Það er lærdómsríkt fyrir þá sem vilja fylgja honum. Allir þættirnir og nánari upplýsingar hér.

Lesa meira

Þáttur 6 – Fjallræðan um tilbeiðslu: Í ræðunni kennir Jesú læriveinum sínum og mannfjöldanum að tilbiðja föðurinn himneska

Í 6. þætti er gefið yfirlit yfir Fjallræðuna og sérstaða Jesú kemur í ljós þar sem hann talar með valdi. Fjallræðan er dæmigerð ræða eins og fiskur í laginu. Þrír hlutar hennar eru um lögmálið og góðu verkin, um trúarbrögðin og traust lærisveinanna, og um samskipti manna og að bera ávöxt. Þá er tilbeiðslan skoðuð í guðspjallinu í heild þar

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 5. þáttur um fimm þætti eftirfylgdarinnar (frh.)

Biðjandi samfélag sem vitnar um Drottin, boðar hann og þjónar eins og hann (framhald) Í þessum 5. þætti er kafli 4 í guðspjalli Matteusar skoðaður nánar. Það eru þrír seinni þættir eftirfylgdarinnar: Boðun, samfélag og þjónusta. Prédikunin og kennslan er ásamt þjónustunni vitnisburður lærisveinanna í heiminum. Eins og vísifingurinn bendir í þá átt sem á að fara beinir vitnisburðurinn á stefnu

Lesa meira

Þáttur 4 – Fimm þættir eftirfylgdarinnar: Biðjandi samfélag sem vitnar um Drottin, boðar hann og þjónar eins og hann

Í þessum 4. þætti eru kafli 3-4 í guðspjalli Matteusar útskýrðir. Þeir eru einhverskonar inngangur að guðspjallinu en fyrstu tveir kaflarnir eru forsaga eða formáli. Þættirnir fimm tilbeiðsla, vitnisburður, samfélag, boðun og þjónusta koma hver á fætur öðrum. Þeir samsvara ræðunum fimm: Fjallræðunni, 5-7. kafla. Útsendingarræðunni, 10. kafla. Ræðunni með dæmisögum Jesú um Guðs orð og ríki í 13. kafla.

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 3. þáttur – upphaf og endir guðspjallsins um helgisögu og/eða raunveruleikann (framhald)

Í þessum 3. þætti eru kafli 1-2 og 28 í guðspjalli Matteusar skoðaðir betur. Áður en jólaguðspjallið sveipaðist helgisagnablæ var með því dreginn upp raunsæ mynd af mannlegum veruleika sem vísar til píslargöngu Jesú. Það sem beið hans en jafnframt að Drottinn Kristur sigraðist á þverstæðum lífsins. Hann var flóttamannabarn í Egyptalandi vegna harðstjórnar. Sunginn er sálmur Lúther Vor Guð

Lesa meira

Eftirfylgd við Krist – 2. þáttur upphaf og endir guðspjallsins um tilbeiðslu Jesú Krists og raunveruleikann

Í þessum 2. þætti eru kafli 1-2 og 28 í guðspjalli Matteusar skoðaðir. Jólaguðspjall Matteusar er um tilbeiðslu með helgisagnablæ en jafnframt afar raunsæ frásögn og lýsing á mannlegum veruleika. Sunginn er sálmurinn Maríuljóð frá Betlehem eftir Guðmund við lagið: We three kings. Hlusta á þáttinn: https://subspla.sh/f3t6crx Allir þættirnir og nánari upplýsingar hér.

Lesa meira

Eftirfylgd við Krist

Í haust verður sr. Guðmundur Guðmundsson með erindi í samstarfi við útvarpsstöðina Lindin um eftirfylgdina við Krist. Þau verða á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og svo aðgengileg á appi-útvarpstöðvarinnar og hér á þessari síðu. Þetta eru stutt erindi með innskoti af tónlist og spjalli um hálftíma þættir. Þeir sem hafa áhuga að kynna sér efnið geta skráð sig hér og fengið

Lesa meira

Fræðslufundur vegna barnastarfs og sunnudagsskóla í kirkjum prófastsdæmisins 8. september

Fundur verður haldinn vegna barnstarfs og sunnudagaskóla í kirkjum prófastsdæmisins. Þetta er fræðslufundur fyrir þá sem sjá um og taka þátt í barnastarfi safnaðanna á svæðinu. Að venju verður farið í gegnum efni sunnudagsskólans komandi vetur og kynnt leikjasafn ofl. En þetta er einnig mikilvægur vettvangur til að deila hugmyndum og reynslu í starfinu. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þriðjudaginn

Lesa meira

Erindi Gunnlaugs A. Jónssonar um Golgata og píslarsöguna með augum 22 Davíðssálms

Hér er erindi dr. Gunnlaugs A. Jónssonar endurbirt en hann flutt það á föstudaginn langa 14. apíl 2017 í Glerárkirkju. Undanfarin ár hafa verið flutt erindi þann dag undir yfirskriftin: Íhuganir undir krossinum. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, nefndi erindi sitt: Golgata og píslarsagan með augum 22. Davíðssálms: Áhrifasaga sálmsins í máli og myndum. Hann gaf út bók Áhrifasaga sálmanna 2014 um áhrif sálmanna

Lesa meira

Hraðnámskeið í bæn – á hljóðskrá

Á fimmtán mínútum kennir Guðmundur, héraðsprestur, helstu atriði við bænaiðkun, líkir henni við sönglistina, nefnir Guðmund Jónsson, söngvara, kennara sinn og Salvador Sobral sem dæmi. Davíðssálmar eru sameiginleg bænabók kristinna manna og gyðinga. Hann útskýrir Davíðssálm nr. 121 sem byrjar eins og guðsþjónusturnar í evangelísk lútersku kirkjunni: „Hjálp vor kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar“. Njótið vel:

Lesa meira
« Eldri færslur