Category Archives: Fræðsla

Fylg þú mér eða eftirfylgdin við Krist, námskeið í apríl.

Ef Guð mætti þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér“. Myndir þú standa upp og fylgja honum. Það er spurningin sem Matteus guðspjallamaður leggur fyrir lesendur sína. Þetta námskeið sem á að vera í apríl tekst á við þetta guðspjall og þessa ögrandi spurningu um eftirfylgdina við Krists. Hvað merkir það að hafa Jesú að leiðtoga

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 10. þáttur: Fjallræðan og tilbeiðsla: Myndmál um Guð föður og ábyrgð manna

Í 10. þætti er myndmál Jesú skoðað í seinni hluta 6. og 7. kafla guðspjallsins þ.e. í seinni hluta Fjallræðunnar. Jesús lýsir þar föðurnum himneska, sem ber umhyggju fyrir börnum sínum og talar um afleiðingar þess í mannlegu samfélagi og ábyrgð manna. Hlusta á þáttinn:

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 9. þáttur: Fasta, bæn og ölmusur, og faðir vor

Þáttur 9 – Fjallræðan og tilbeiðsla: Fasta, bæn og ölmusa gyðinga og bæna Drottins Í 9. þætti er 6. kafli guðspjallsins lesinn. Þar talar Jesús um að biðja til föðurins himneska sem sér í leynum. Hann gagnrýnir föstu, bæn og ölmusu sem er iðkuð fyrir mönnum en ekki Guði. Jesús kennir lærisveinum sínum að biðja með orðum Faðir vorsins sem er

Lesa meira

Biblíufélagið, kristin fræði og biblíusögur

Hér á biblíudegi er endurbirt erindi sem dr. Sigurður Pálsson heitinn flutti á Akureyri í tilefni 200 ára afmæli biblíufélagsins 2015. Það var þrískipt og hver þátturinn öðrum áhugaverðari og ástæða til að rifja upp. Sigurður var námstjóri í kristnum fræðum, sóknarprestur í Hallgrímskirkju og doktor í menntunarfræðum. Hann var gerður að heiðursfélaga Biblíufélagsins 2015 m.a. vegna starfa sinna við

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 8. þáttur: Sæluboðun og lögmálið

Nú halda áfram þættirnir um Eftirfylgdina við Krist sem sr. Guðmundur Guðmundsson hefur verið með á Lindinni í vetur. Það má hlusta á þá hér á vefnum. Tekin er upp þráðurinn þar sem frá var horfið með umfjöllun um Fjallræðuna. Hann heldur því fram að Fjallræðan fjalli um tilbeiðslu og bæn, enda er Faðir vorið í ræðunni miðri. Þeir sem

Lesa meira

Aðventa og jól, sálmar og siðir. Þættir með Guðmundi Guðmundssyni

Á aðventunni hefur Guðmundur héraðsprestur verið með umfjöllun um aðventu- og jólasálma og siði frá ýmsum löndum. Þættirnir hafa verið á útvarpsstöðinni Lindinni. Hér verða þeir aðgengilegir á næstunni. Fyrsti þátturinn er um þá jólasálma sem honum finnst fallegastir hjá okkur og velti fegurðinni í þeim fyrir sér. Sálmurinn Sjá himins opnast hlið eftir Björn Halldórsson í Laufási ber þar

Lesa meira

Þáttur 7 – Fjallræðan um tilbeiðslu: Í guðspjalli Matteusar má lesa um bænalíf Jesú

Í 7. þætti höldum við áfram með Fjallræðuna og tilbeiðsluna. Þetta er ein þekktasta ræða sem flutt hefur verið. Hún er um tilbeiðslu föðurins himneska. En áður en ræðan sjálf verður rannsökuð lesum við um bænalíf Jesús eins og Matteus segir frá því. Það er lærdómsríkt fyrir þá sem vilja fylgja honum. Allir þættirnir og nánari upplýsingar hér.

Lesa meira
« Eldri færslur