Category Archives: Fræðsla

Bænanámskeið í Glerárkirkju hefst 24. mars kl. 20

Um bænabók Jesú – Davíðssálma – og sálma kirkjunnar. Námskeiðið byggir á erindum Guðmundar Guðmundssonar Sálmar og bænalíf sem eru aðgengilegir á netinu. Samverurnar fjórar hefjast með innleggi og tónlistardæmum en höfuðáhersla verður á umræður um efnið. Túlkaðar eru þær tilfinningar sem hrærast í bænalífinu með dæmum úr Davíðssálmum, kennslu Drottins og sálmum kirkjunnar, eins og gleði, ótti, angur og

Lesa meira

Fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju fim. 28. okt. kl. 20 um fátækt og velferð

Yfirskrift erindisins: Fátækt og húmorsleysiÍ erindi sínu fjallar dr. Bjarni um þekktar skilgreiningar á fátækt frá fyrri öldum til okkar tíma og rökstyður þá staðhæfingu að í raun stafi fátækt í nútímanum af skorti á húmor. Að kaffiveitingum loknum mun Bjarni sitja í pallborði ásamt Önnu Marit Níelsdóttur, forstöðukonu á Velferðarsviði Akureyrarbæjar og Eydísi Ösp Eyþórsdóttur, frá Velferðarsviði Eyjafjarðarsvæðis, þar

Lesa meira

Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup segir frá ferð sinni til Pokot í Kenía 14. okt. í Glerárkirkju kl. 20

Á KRISTNIBOÐSSLÓÐUM Solveig Lára segir frá ferð sinni til Pokot í Kenía Fimmtudagskvöldið 14. október mun Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup segja frá, í máli og myndum, ferð til vestur Keníu.Þar kynnti hún, ásamt hópi Íslendinga, sér starf Sambands Íslenskra kristniboðsfélaga, sem hafa sinnt þar hjálparstarfi og kristniboði síðan 1978. Þarna hefur farið fram mjög merkilegt starf sem áhugavert er að

Lesa meira

Viðtal við sr. Guðmund héraðsprest um þættina Sálmar og bænalíf

Tekið af vef kirkjan.is: Margt er unnið í kirkjulegum fræðslumálum vítt og breitt um landið. Kirkjunnar fólki er ljóst að góð fræðsla er ein af meginstoðum í kirkjulegu starfi. Oft er fræðsluefnið unnið af starfsfólki kirkjunnar á heimavettangi af því að það er fullt af kappi og brennur af áhuga fyrir málinu. Héraðspresturinn í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi hefur unnið fræðsluþætti

Lesa meira

Draumar – Spegill sálarinnar – Námskeið um drauma í Glerárkirkju 16. sept. kl. 20

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, sem starfaði um árabil í Glerárkirkjuokkar, er á ferð um prófastsdæmið með spennandi námskeið um drauma og túlkun þeirra þar sem hún opnar fyrir okkur þetta magnaða fyrirbæri sem draumar eru og hvað þeir geta sagt okkur. Ókeypis er á námskeiðið, heitt á könnunni og með því í safnaðarheimili Glerárkirkju. Sjá viðburð á facebook

Lesa meira

Fylg þú mér eða eftirfylgdin við Krist, námskeið í apríl.

Ef Guð mætti þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér“. Myndir þú standa upp og fylgja honum. Það er spurningin sem Matteus guðspjallamaður leggur fyrir lesendur sína. Þetta námskeið sem á að vera í apríl tekst á við þetta guðspjall og þessa ögrandi spurningu um eftirfylgdina við Krists. Hvað merkir það að hafa Jesú að leiðtoga

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 10. þáttur: Fjallræðan og tilbeiðsla: Myndmál um Guð föður og ábyrgð manna

Í 10. þætti er myndmál Jesú skoðað í seinni hluta 6. og 7. kafla guðspjallsins þ.e. í seinni hluta Fjallræðunnar. Jesús lýsir þar föðurnum himneska, sem ber umhyggju fyrir börnum sínum og talar um afleiðingar þess í mannlegu samfélagi og ábyrgð manna. Hlusta á þáttinn:

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 9. þáttur: Fasta, bæn og ölmusur, og faðir vor

Þáttur 9 – Fjallræðan og tilbeiðsla: Fasta, bæn og ölmusa gyðinga og bæna Drottins Í 9. þætti er 6. kafli guðspjallsins lesinn. Þar talar Jesús um að biðja til föðurins himneska sem sér í leynum. Hann gagnrýnir föstu, bæn og ölmusu sem er iðkuð fyrir mönnum en ekki Guði. Jesús kennir lærisveinum sínum að biðja með orðum Faðir vorsins sem er

Lesa meira

Biblíufélagið, kristin fræði og biblíusögur

Hér á biblíudegi er endurbirt erindi sem dr. Sigurður Pálsson heitinn flutti á Akureyri í tilefni 200 ára afmæli biblíufélagsins 2015. Það var þrískipt og hver þátturinn öðrum áhugaverðari og ástæða til að rifja upp. Sigurður var námstjóri í kristnum fræðum, sóknarprestur í Hallgrímskirkju og doktor í menntunarfræðum. Hann var gerður að heiðursfélaga Biblíufélagsins 2015 m.a. vegna starfa sinna við

Lesa meira

Eftirfylgdin við Krist – 8. þáttur: Sæluboðun og lögmálið

Nú halda áfram þættirnir um Eftirfylgdina við Krist sem sr. Guðmundur Guðmundsson hefur verið með á Lindinni í vetur. Það má hlusta á þá hér á vefnum. Tekin er upp þráðurinn þar sem frá var horfið með umfjöllun um Fjallræðuna. Hann heldur því fram að Fjallræðan fjalli um tilbeiðslu og bæn, enda er Faðir vorið í ræðunni miðri. Þeir sem

Lesa meira
« Eldri færslur