Eftirfylgdin við Krist – 10. þáttur: Fjallræðan og tilbeiðsla: Myndmál um Guð föður og ábyrgð manna

Í 10. þætti er myndmál Jesú skoðað í seinni hluta 6. og 7. kafla guðspjallsins þ.e. í seinni hluta Fjallræðunnar. Jesús lýsir þar föðurnum himneska, sem ber umhyggju fyrir börnum sínum og talar um afleiðingar þess í mannlegu samfélagi og ábyrgð manna.

Ein fyrsta áróðursmyndin. Hún er í safnaðarkirkjunni í Wittenberg og sýnir siðbótarkirkjuna í betra ljósi en þá kaþólsku við að rækta akur trúarinnar. Myndin hefur að geyma mikið af táknmáli trúarinnar sem einnig er að finna í þessum köflum Fjallræðunnar.

Hlusta á þáttinn:

10. þáttur