Fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju fim. 28. okt. kl. 20 um fátækt og velferð

Yfirskrift erindisins: Fátækt og húmorsleysi
Í erindi sínu fjallar dr. Bjarni um þekktar skilgreiningar á fátækt frá fyrri öldum til okkar tíma og rökstyður þá staðhæfingu að í raun stafi fátækt í nútímanum af skorti á húmor.

Að kaffiveitingum loknum mun Bjarni sitja í pallborði ásamt Önnu Marit Níelsdóttur, forstöðukonu á Velferðarsviði Akureyrarbæjar og Eydísi Ösp Eyþórsdóttur, frá Velferðarsviði Eyjafjarðarsvæðis, þar sem færi gefst á opnum skoðanaskiptum.

Fundarstjóri er NN og er hér um kjörið tækifæri að ræða til að horfa á fátæktarvandann í nýju og e.t.v. ögrandi ljósi.

Kynning á fyrirlesara:

Bjarni starfar í dag við sálgæslu & sálfræðiþjónustuna Haf. Hann heldur einnig fyrirlestra og annast úrvinnslufundi með starfsmanna- og vinahópum eða fjölskyldum þar sem áföll hafa dunið á eða samskipti farið úr skorðum. Jafnframt flytur hann erindi um ýmis efni sem varða daglegt líf fólks og má þar nefna, meðvirkni, hjónasælu, sorgarúrvinnslu, kynferðisleg samskipti og reiðistjórnun.

Bjarni hefur að baki um 30 ára starfsreynslu sem prestur. Lengst af starfaði hann í Laugarneskirkju, en einnig í 7 ár í Vestmannaeyjum. 

Hann sat í Velferðarráði Reykjavíkur á árunum 2010-2012.

Árið 2007 lauk hann meistaraprófi í siðfræði kynlífs og hjónabands frá guðfræðideild Háskóla Íslands.

Vorið 2020 varði hann doktorsritgerð sína á sviði siðfræðinnar sem fjallar um vistkerfisvanda og fátækt, sem nefnist einmitt Vistkerfisvandi og fátækt.

Auglýsingu sem má gjarnan dreifa