Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup segir frá ferð sinni til Pokot í Kenía 14. okt. í Glerárkirkju kl. 20

Á KRISTNIBOÐSSLÓÐUM
Solveig Lára segir frá ferð sinni til Pokot í Kenía
Fimmtudagskvöldið 14. október mun Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup segja frá, í máli og myndum, ferð til vestur Keníu.
Þar kynnti hún, ásamt hópi Íslendinga, sér starf Sambands Íslenskra kristniboðsfélaga, sem hafa sinnt þar hjálparstarfi og kristniboði síðan 1978. Þarna hefur farið fram mjög merkilegt starf sem áhugavert er að kynnast.
Við verðum í safnaðarheimili Glerárkirkju fimmtudagskvöldið 14. október kl 20:00
Allir hjartanlega velkomnir Stjórn Kristniboðsfélags Akureyrar
