Biblíufélagið, kristin fræði og biblíusögur

Hér á biblíudegi er endurbirt erindi sem dr. Sigurður Pálsson heitinn flutti á Akureyri í tilefni 200 ára afmæli biblíufélagsins 2015. Það var þrískipt og hver þátturinn öðrum áhugaverðari og ástæða til að rifja upp. Sigurður var námstjóri í kristnum fræðum, sóknarprestur í Hallgrímskirkju og doktor í menntunarfræðum. Hann var gerður að heiðursfélaga Biblíufélagsins 2015 m.a. vegna starfa sinna við biblíuþýðingunni. Í fyrsta þætti erindisins sagði hann frá hvatamanni að stofnun Biblíufélagsins Ebenenzer Henderson. Annar þátturinn var um breytingar á námskrá og þær kröfur sem það gerði til kennara og hvernig þjóðkirkjan gæti svarað þessum nýju áherslum. Í þiðja þættinum fjallaði hann um mikilvægi biblíusögunnar í uppeldi bæði innan kirkju og skóla. Enn eiga þessar hugleiðingar hans fullt erindi til kirkjunnar fólks sem vilja tala máli kristinnar trúar í samfélaginu.
Þáttur 1. Um Ebenzer Henderson stofnanda Hins íslenska biblíufélags
Erindi dr. Sigurðar Pálssonar um Nýja námskrá í kristnum fræðum og fræðslustarf kirkjunnar. 1. hluti um Ebenezer Henderson. Flutt í Glerárkirkju 25. mars 2015 í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags.
Þáttur 2. Er hætt að kenna kristinfræði í grunnskólum?
Erindi dr. Sigurðar Pálssonar um nýja námskrá í kristnum fræðum og fræðslustarf kirkjunnar. 2. hluti um spurninguna: Er hætt að kenna kristinfræði í grunnskólum? Flutt í Glerárkirkju 25. mars 2015 í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags.
Þáttur 3. Um biblíusögur
Erindi dr. Sigurðar Pálssonar um Nýja námskrá í kristnum fræðum og fræðslustarf kirkjunnar. 3. hluti um bibliusögur. Flutt í Glerárkirkju 25. mars 2015 í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags.