Fylg þú mér eða eftirfylgdin við Krist, námskeið í apríl.

Ef Guð mætti þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér“. Myndir þú standa upp og fylgja honum. Það er spurningin sem Matteus guðspjallamaður leggur fyrir lesendur sína. Þetta námskeið sem á að vera í apríl tekst á við þetta guðspjall og þessa ögrandi spurningu um eftirfylgdina við Krists. Hvað merkir það að hafa Jesú að leiðtoga lífs síns?
Veturinn 2020-21 var sr. Guðmundur Guðmundsson með erindi í samstarfi við útvarpsstöðina Lindin um eftirfylgdina við Krist. Þau voru og verða á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og svo aðgengileg á appi-útvarpstöðvarinnar og hér á þessari síðu. Þetta eru stutt erindi með innskoti af tónlist og spjalli, um hálftíma þættir. Erindin eru lögð til grundvallar á námskeiðinu. Fyrsti þátturinn fór í loftið 2. september 2020. Með þessu móti verður gefin kostur á að njóta fræðslu um kristna trú þó að samkomutakmarkanir séu í gangi. Einnig er stefnt að mynda umræðuhópa um efnið ef áhugi er fyrir hendi í raunheimum eða á ZOOM-inu.