Prófastsdæmið
Skrifstofa prófastsdæmisins og héraðsprests
Sunnuhlíð verslunarmiðstöð,
603 Akureyri
Póstfang héraðsprests: Bjarmastígur 10,
600 Akureyri
Skrifstofusími: 462 6680
Sr. Jón Ármann Gíslason er prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Skrifstofa prófastsdæmisins er annars vegar á Skinnastað þar sem prófastur situr. Póstfang: Skinnastað, 671 Kópaskeri. Viðtalstími hans er eftir samkomulagi í síma 465 2250 og 866 2253. Netfang: Senda póst.
Hins vegar er skrifstofa prófastsdæmisins í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð 12, 603 Akureyri, þar starfar sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur. Auk þess hefur prófastsdæmið þar aðstöðu til funda og námskeiða. Sr. Guðmundur annast skráningu funda á staðnum. Símatími hans er þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11-12 í síma 462 6680 og 897 3302 og viðtöl eftir samkomulagi, netfang: Senda póst.
Prófastsdæmið
Meðal þeirra verkefna sem prófastsskrifstofan annast er undirbúningur og framkvæmd margvíslegra námskeiða og funda og ýmiskonar þjónusta við starf safnaðanna og sérþjónustunnar. Þá má leita til prófastsskrifstofunnar með fyrirspurnir og beiðnir, bæði frá kirkjulegum aðilum og annarra, einstaklingar og fjölmiðlar.
Starf prófasts er samkvæmt 7. og 8. gr. starfsreglna um prófasta (nr. 966/2006) m.a. eftirfarandi:
“7. gr. Prófastur hefur í umboði biskups tilsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu, embættisfærslum presta, þjónustu vígðra og starfi sóknarnefnda. Hann er tilsjónarmaður og ráðgjafi þessara aðila.
8. gr. Prófastur er trúnaðarmaður biskups og ráðgjafi í kirkjulegum málum. Prófastur fylgist með því að réttur kirkjunnar sé virtur í hvívetna. Prófastur er, sem fulltrúi biskups Íslands í prófastsdæminu, leiðtogi og verkstjóri vígðra þjóna prófastsdæmisins. Prófastur fylgir eftir stefnumörkun og samþykktum Kirkjuþings er varðar kirkjulegt starf í prófastsdæminu. Prófastur er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess, gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Prófastur varðveitir embættisbækur og önnur gögn prófastsdæmisins tryggilega.”
Um héraðspresta segir m.a. í starfsreglum um presta (nr. 1110/2011) að “héraðsprestur þjónar með prófasti og prestum í prófastsdæmum undir stjórn prófasts. (14. gr.) og “héraðsprestur annast meðal annars afleysingar og skipuleggur fræðslumál á þjónustusvæði sínu.” (14. gr.).
Það er áréttað í erindisbréfi héraðsprests í Eyjafjarðarprófastsdæmi frá 1. nóvember 2004:
“Héraðsprestur ber að vera prófasti til aðstoðar í prófastsdæminu og lýtur daglegri stjórnun hans í starfi.
Héraðsprestur annast messuafleysingar og aðrar tímabundnar afleysingar presta í prófastsdæminu.
Héraðsprestur ber að aðstoða prófast við að skipuleggja fræðslustarf í prófastsdæminu. Hann skal og vera tengiliður við fræðslusvið Biskupsstofu og fylgja eftir framkvæmd fræðslustefnu kirkjunnar.”
Prestar og djákni
Alls 16,7 preststöður heyra undir Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, þar af 15 prestar í hinum 12 prestaköllum, 1 héraðsprestur í fullu starfi, 1 sjúkrahúsprestur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í 70% starfi. Þá er 1 staða djákna í Glerárkirkju.
Héraðsnefnd
Héraðsnefnd prófastsdæmisins sinnir m.a. verkefnum er snerta rekstur á sameiginlegum verkefnum prófastsdæmisins, en þau eru m.a. málefni æskulýðsins, málefni aldraðra og kynningarmál. Í héraðsnefnd sitja nú prófasturinn, sr. Jón Ármann Gíslason, sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli, og Sæbjörg S. Kristinsdóttir, fulltrúi leikmanna.
Héraðsfundur
Héraðsfundur er haldinn í apríl – maí ár hvert og auka-héraðsfundur ef þurfa þykir. Á héraðsfundi eru lagðar fram skýrslur um starfsemi prófastsdæmisins og reikningar safnaða og héraðssjóðs, auk fjárhagsáætlunar sjóðsins. Þá er fjallað um ýmis málefni sem varða starf kirkjunnar í prófastsdæminu. Kosningar fara fram þegar það á við. Gögn og fundargerðir héraðsfundar má skoða á vefnum.