Category Archives: Glerárprestakall

Helgistund um gleðina með Krossbandinu

„Gleðin er alvörumál himinsins“ – C.S.LewisSr. Jóhanna Gísladóttir og sr. Guðmundur Guðmundsson leiða í kvöld helgistund þar sem þemað er gleðin sjálf. Krossbandið sér um tónlistina en það er skipað Snorra Guðvarðssyni, Ragnheiði Júlíusdóttur og Stefáni Gunnarssyni í kvöld. Tónlistin er fjölbreytt, en tal, tónar og myndir ýta undir umræðuefni kvöldsins.Guð gefi ykkur góða viku. https://fb.watch/1mP0nslxRN/

Lesa meira

Bleik messa í streymi frá Akureyrarkirkju 18. okt. kl. 20

Sunnudaginn 18. október kl. 11.00 verður boðið upp á streymi frá sameiginlegum sunnudagaskóla Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Streymt verður á facebook-síðum kirknanna.Þennan sama dag verður streymt frá Akureyrarkirkju kl. 20.00 í gegnum facebook, Bleikri helgistund í tilefni af bleikum október. Prestar eru sr. Jóhanna Gísladóttir og sr. Sindri Geir Óskarsson. Eyþór Ingi Jónsson og Birkir Blær Óðinsson sjá um tónlistina. Hildur Eir

Lesa meira

Kyrrðarstund streymt á hvítasunnudag frá Glelárkirkju kl. 20

Kyrrðarstund kvöldsins er öllum opin en verður einnig streymt í beinni á facebook/Glerárkirkja, stundin hefst kl. 20:00. Sr. Sindri Geir Óskarsson, sr. Guðmundur Guðmundsson og Hildur Hauksdóttir leiða stundina. Félagar úr kirkjukórnum undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur, organista, syngja hvítasunnusálma og kvöldsöngva. Hugvekjan fjallar um tvo steinda glugga í kirkjuskipinu eftir Leif Breiðfjörð og hvernig þeir tengjast heilags anda hátíð.

Lesa meira

Uppskerustund barnastarfsins í Glerárkirkju streymt á hvítasunnudag

Í ár var engin vorhátíð barnastarfsins í Glerárkirkju, í staðin var sett saman þessa útsendingu. Barna- og æskulýðskórinn syngja:Ver mér nær, Sautjánþúsund sólargeislar, Fætur mínir, Sokkablús og Undir sömu sól og mána.Margrét Árnadóttir söngkona stýrir kórnum og Valmar Väljaots leikur á hljómborð. TTT starfið flytur leikrit um hvítasunnudag með aðstoð unglinga úr UD-Glerá starfinu.Glerungar halda upp á afmæli kirkjunnar – því

Lesa meira

Helgistund á föstudaginn langa frá Glerárkirkju var í beinni

Helgistundin í dag er svolítið öðruvísi, það er mikill lestur og mikill söngur og svo framkvæmum við smá gjörning á altarinu. 🙏🌿🌾☀ Píslarsagan eins og hún kemur fyrir í Markúsarguðspjalli er lesin í heild sinni í þrem hlutum, eftir hvern lestur syngja Margrét, Petra og Valmar erindi úr sálmi Davíðs Stefánssonar, föstudagurinn langi. Þá syngja þau fyrir okkur tvo sálma

Lesa meira

Helgistund í Glerárkirkju á skírdegi var í beinni útsendingu

Í dag er skírdagur þegar við minnumst síðustu kvöldmáltíðarinnar. Stund dagsins er frekar hefðbundin, það er við hæfi að fara í gegnum kvöldmáltíðarhluta messunnar á þessum degi og í lokin afskrýðum við altarið og sveipum það svörtum dúk sem hylur altarið fram á föstudaginn langa. Séra Sindri Geir og Sunna Kristrún djákni halda utan um stundina, Valmar Väljaots, Margrét Árnadóttir

Lesa meira
« Eldri færslur