Category Archives: Helgihald

Helgistund frá Grenivíkurkirkju 22. nóv. kl. 11

Sr. Gunnar Einar Steingrímsson tekur á móti okkur í Grenivíkurkirkju í dag, með honum er Petra Björk Pálsdóttir sem leikur á orgel og syngur,auk þess sem Hólmfríður Hermannsdóttir, Ólína Helga Friðbjörnsdóttir, Hólmfríður Friðbjörnsdóttir og Anna Steinlaug Ingólfsdóttir syngja við stundina.Notaleg stund nú við lok kirkjuársins.

Lesa meira

Helgistund á netinu á allra heilagra messu 1. nóv. frá Akureyrarkirkju

Nethelgistund frá Akureyrarkirkju 1. nóv. 2020 á Allra heilagra messu. Prestur sr. Jón Ragnarsson flytur hugvekju og bæn fyrir látnum ástvinum. Organistar kirkjunnar Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir spila. Kvartet syngur Smávinir fagrir og Ég veit um himins björtu borg. Sönghópurinn: Anna Eyfjörð Eríksdóttir, Lilja Gisladóttir, Magnús Friðriksson og Haraldur Hauksson. Njótið vel.

Lesa meira

Helgistund um gleðina með Krossbandinu

„Gleðin er alvörumál himinsins“ – C.S.LewisSr. Jóhanna Gísladóttir og sr. Guðmundur Guðmundsson leiða í kvöld helgistund þar sem þemað er gleðin sjálf. Krossbandið sér um tónlistina en það er skipað Snorra Guðvarðssyni, Ragnheiði Júlíusdóttur og Stefáni Gunnarssyni í kvöld. Tónlistin er fjölbreytt, en tal, tónar og myndir ýta undir umræðuefni kvöldsins.Guð gefi ykkur góða viku. https://fb.watch/1mP0nslxRN/

Lesa meira

Bleik messa í streymi frá Akureyrarkirkju 18. okt. kl. 20

Sunnudaginn 18. október kl. 11.00 verður boðið upp á streymi frá sameiginlegum sunnudagaskóla Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Streymt verður á facebook-síðum kirknanna.Þennan sama dag verður streymt frá Akureyrarkirkju kl. 20.00 í gegnum facebook, Bleikri helgistund í tilefni af bleikum október. Prestar eru sr. Jóhanna Gísladóttir og sr. Sindri Geir Óskarsson. Eyþór Ingi Jónsson og Birkir Blær Óðinsson sjá um tónlistina. Hildur Eir

Lesa meira

Kyrrðarstund streymt á hvítasunnudag frá Glelárkirkju kl. 20

Kyrrðarstund kvöldsins er öllum opin en verður einnig streymt í beinni á facebook/Glerárkirkja, stundin hefst kl. 20:00. Sr. Sindri Geir Óskarsson, sr. Guðmundur Guðmundsson og Hildur Hauksdóttir leiða stundina. Félagar úr kirkjukórnum undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur, organista, syngja hvítasunnusálma og kvöldsöngva. Hugvekjan fjallar um tvo steinda glugga í kirkjuskipinu eftir Leif Breiðfjörð og hvernig þeir tengjast heilags anda hátíð.

Lesa meira

Uppskerustund barnastarfsins í Glerárkirkju streymt á hvítasunnudag

Í ár var engin vorhátíð barnastarfsins í Glerárkirkju, í staðin var sett saman þessa útsendingu. Barna- og æskulýðskórinn syngja:Ver mér nær, Sautjánþúsund sólargeislar, Fætur mínir, Sokkablús og Undir sömu sól og mána.Margrét Árnadóttir söngkona stýrir kórnum og Valmar Väljaots leikur á hljómborð. TTT starfið flytur leikrit um hvítasunnudag með aðstoð unglinga úr UD-Glerá starfinu.Glerungar halda upp á afmæli kirkjunnar – því

Lesa meira
« Eldri færslur