Category Archives: Helgihald

Kristniboðssamkoma 25. febrúar kl. 15:30 með Janet M. Sewell

Sunnudaginn 25. febrúar kemur Janet M. Sewell í heimsókn til Akureyrar og verður á kristniboðssamkomu í Sunnuhlíð 12, félagsheimili KFUM og KFUK, samkoman hefst kl. 15.30. Hún mun einnig taka þátt í guðsþjónustu í Glerárkirkju kl. 18 sama dag. Janet er ásamt eiginmanni sínum Meheran Rezai kristniboðar meðal fasi mælandi fólks frá Íran staðsett í London. Þau muni taka kristniboðsvígslu

Lesa meira

Samkirkjuleg bænavika 18-25. janúar 2024

Alþjóðlega bænavikan hefst fimmtudaginn 18. janúar nk. Í henni er afar fjölbreytt dagskrá um allt land. Fréttaritari kirkjan.is, Sólveig Lára Guðmundsdóttir, hafði samband við dr. Grétar Halldór Gunnarsson prest í Kársnesprestkalli og formann samstarfsnefndar kristinna trúfélaga og bað hann um að segja okkur eitthvað um bænavikuna. „Alþjóðlega bænavikan fer fram árlega um allan heim. Markmið hennar er að færa saman kristið

Lesa meira

Helgihald í Glerárkirkju 6. febrúar kl. 11

Nú á sunnudaginn 6. febrúar verður guðsþjónusta í Glerárkirkju en vegna sóttkvíarvesens verður ekki sunnudagaskóli strax. Við auglýsum það vel þegar sunnudagaskólinn fer af stað en bjóðum ykkur velkomin til þessarar fyrstu guðsþjónustu ársins hér í kirkjunni. Sr. Guðmundur og sr. Sindri leiða stundina saman og eiga samtalsprédikun um guðspjallatextann. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.

Lesa meira

Samkirkjuleg samkoma á vefnum frá Glerárkirkju 23. jan. kl. 11

Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar 18.-25. janúar var haldin netleiðis 2022. Samkoma bænavikunnar frá Akureyri birtist hér 23. jan. kl. 11 send út frá Glerárkikju þar sem fulltrúar safnaðanna á Akureyri sem tóku þátt. Efnið var undirbúið að þessu sinni í Mið-Austusrlöndum og byggði á jólaguðspjalli þrettándans um komu vitringanna. Fulltrúar frá hjálpræðihernum sungu, þau Rannvá Olsen og Sigurður

Lesa meira

Dagskrá samkirkjulegrar bænaviku 18.-25. janúar 2022

Kirkjuráð Mið-Austuland sem er staðsett í Beirút í Líbanon var kallað saman til að undirbúa Samkirkjulega bænaviku 2022. Samkirkjuleg bænavika um einingu kristinna manna er árlegur samkirkjulegur viðburður meðal kristinna manna um hvítasunnuna á suðurhveli en frá 18. – 25. janúar á norðurhveli. Á hverju ári eru samkirkjulegir aðilar frá ákveðnu svæði beðnir um að undirbúa efnið. Kristið fólk frá Líbanon,

Lesa meira

Guðsþjónusta í streymi frá Glerárkirkju 16. jan. kl. 11

Sunnudaginn 16. janúar verður helgihald kirknanna hér á Norðurlandi fyrst og fremst í streymi. Í dag heilsum við frá Glerárkirkju, næsta sunnudag verður samkirkjuleg helgistund sem Hvítasunnukirkjan, Þjóðkirkjan á Norðurlandi, Hjálpræðisherinn og Aðventistakirkjan leiða saman. Sunnudagana þar á eftir förum við aðeins út fyrir boxið og sendum út nokkuð óhefðbundnar stundir, bíðið spennt 🙂 Sr. Magnús Gunnarsson leiðir bænagjörð í

Lesa meira

Samkirkjulegri guðsþjónustu útvarpað frá Grensáskirkju 16. jan. kl. 11

Bein útsending frá guðsþjónustu. Upphaf alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku (Smella á mynd til að hlusta) Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og Magnea Sverrisdóttir, djákni, leiða athöfnina. Pedikun: Helgi Guðnason forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu. Organisti og kórstjóri: Ásta Haraldsdóttir, kantor Grensáskirkju. Kór Grensáskirkju syngur. Lesarar: Magnea Sverrisdóttir, djákni, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, Eric Guðmundsson fyrir hönd Aðventkirkjunnar, Kristín Haralda Cecilsdóttir fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar, Ingibjörg

Lesa meira
« Eldri færslur