Dagskrá samkirkjulegrar bænaviku 18.-25. janúar 2022

Kirkjuráð Mið-Austuland sem er staðsett í Beirút í Líbanon var kallað saman til að undirbúa Samkirkjulega bænaviku 2022. Samkirkjuleg bænavika um einingu kristinna manna er árlegur samkirkjulegur viðburður meðal kristinna manna um hvítasunnuna á suðurhveli en frá 18. – 25. janúar á norðurhveli.

Á hverju ári eru samkirkjulegir aðilar frá ákveðnu svæði beðnir um að undirbúa efnið. Kristið fólk frá Líbanon, Sýrlandi og Egyptalandi unnu með efnið með aðstoð frá alþjóðlega vinnuhópnum sem skipaður er fulltrúum páfaráð kaþólsku kirkjunnar fyrir einingu kirkjunnar (Roman Catholic Church’s Pontifical Council for Promoting Christian Unity) og Heimsráð kirkna eða Alkirkjuráðið (the World Council of Church’s Faith and Order Commission). Efnið inniheldur samkirkjulega guðsþjónustu, biblíulega hugvekjur og bænir fyrir átta dagana, og fleira fyrir tilbeiðsluna.

Hugvekjurnar eru að kanna hvernig kristið fólk er kallað til að vera tákn um einingu í veröld Guðs. Kristið fólk er safnað saman frá ólíkum menningarheimum, kynþáttum og tungumálum, en leita saman Krists og deila þeirri þrá að tilbiðja hann.

Ein hugvekjan vekur athygli á því að í illskunni miðri þráum við gæskuna. Þar segir: „Við leitum að hinu góða innra með okkur, en of oft verður veikleiki okkar voninni yfirsterkari. Traust okkar hvílir á Guði sem við tilbiðjum.“ (Dagur 1, Átta daga bænir)

Það má rekja átta daga bænirnar aftur meira en 100 ár. Frá 1966 hafa þær verið sameiginlegt verkefni rómversk kaþólsku kirkjunnar og heimsráðs kirkna eftir annað Vatikanþingið. 

Efnið fyrir 2022 er aðengilegt á ensku, frönsku, þýsku, spænsku, portúgölsku, ítöldku og arabísku. (Þýtt af vef WCC: https://www.oikoumene.org/news/week-of-prayer-for-christian-unity-will-draw-together-churches-across-the-world-in-hope)

Næstu daga verða átta daga bænirnar birtar hér á vefnum og viljum við hvetja allt til að taka þátt hver fyrir sig eða í litlum hópum við þessar aðstæður sem við lifum við í dag.

Á facebook/bænavika 15.-25. janúar er hægt að vera með á vefstundum út frá átta daga bænunum og hlusta og horfa á guðsþjónustur. Verfstundirnar eru einnig birtar á youtube/samstarfsnefnd kristinna trúfélaga.