Samráðsfundur presta og djákna 9. febrúar

Fyrsti samráðsfundir presta og djákna á nýju ári verður haldinn í Sunnuhlíð, félagsheimili KFUM&K, föstudaginn 9. febrúar n.k., frá kl. 10-12.
Efni fundarins verður: Guðrún Eggertsdóttir sjúkrahúsprestur mun verða með innlegg um áfallahjálp.
Þá mun Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, vera sérstakur gestur og kynna áhugaverð fræðslukvöld í Glerárkirkju um föstu og umhverfisvernd. Þar er um að ræða bæði hagnýt, trúarleg og fræðileg erindi, sem byrjar svo á öskudaginn 14. febrúar kl. 20.
Samráðsfundirnir eru vettvangur presta til að skipuleggja og ræða um kirkjustarfið og stilla saman strengi.