Category Archives: Boðun

Ljós Guð anda – jóla- og nýjárskveðja

Hér birtist sálmur eftir Guðmund Guðmundsson, héraðsprest, jóla- og nýjárskveðja til samstarfsfólks á kirkjulegum vettvangi og til uppörvunar og hvatningar á nýju ári. Sálmurinn gæti eins heitið Ljós jólanna. Hann er bæn um að við mættum vera ljós í heimi, endurskin frá frumglæði ljóssins. „Sú þjóð sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim sem sátu í skugglandi dauðans, er

Lesa meira

Jólafrásagan, helgisaga og raunveruleiki

Hugvekja eftir Guðmund Guðmundsson héraðsprest um jólafrásagnirnar tvær í Nýja testamentinu. Hvernig getur helgisaga átt við raunveruleikann? Gleðileg jól! Við eigum tvær jólasögur í Nýja testamentinu. Það er jólaboðskapur Lúkasar. Svo er það jólaboðskapur Matteusar. Þær fléttast nokkuð saman í huga okkar og jólasálmunum sem við syngjum. Matteus talar um Betlehemsstjörnuna og komu vitringanna. Sumir telja þetta helgisagnir um yfirnáttúrlega

Lesa meira

Um möguleika þess að tala við Guð

Sr. Guðmundur Guðmundsson flutti þessa hugleiðingu á Lindinni 19. nóvember um möguleika þess að tala við Guð. (Það má hlusta á hana hér). Margir í samtímanum gera ekki ráð fyrir Guð, hvað þá að tala við hann, en kristið fólk má ekki láta það trufla sig, því að Jesús kallar fólk til samfélags við Guð himneskan föður sem elskar börnin

Lesa meira

Ræða – Samkirkjuleg bænavika og fimm upphrópanir

  Ræðan flutt í Akureyrarkirkju 20. janúar þar sem klassískur kór kirkjunnar flutti sálma og messusöng frá ýmsum heimshornum.   Í gær byrjuðum við samkirkjulega bænaviku (laugardaginn 19. janúar) með guðsþjónustu í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi hér á Akureyri. Þar á eftir áttum við fulltrúar safnaðanna samtal um bæn og helgihald með þeim sem voru samankomnir. Það var mjög áhugavert

Lesa meira

Jólaboðskapur Matteusar – á þrettánda degi jóla

Þetta er nýr sálmur eftir Guðmundur Guðmundsson héraðsprests, saminn um þessi jól og lagið aðlagað að honum sem er eldra. Á þrettánda degi jóla er Jólaboðskapur Matteusar lesinn (Mt. 2.1-11). Það er jóladagur hjá bræðrum og systrum í Rétttrúnaðarkirkjunni og jólaguðspjall Matteusar er lesið um Betlehemsstjörnuna og vitringana: Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur

Lesa meira

Séra Jón lærði Jónsson um sólirnar tvær

Hér er einn af sálmum séra Jóns Jónssonar í Möðrufelli með nútímastafsetningu úr Viku-daga sálmar og bænir (bls. 1, prentaðar 1853). Í þessum sálmi lítur hann til sköpunar Guðs sem þakkarefni eins og í athugasemdum sínum í ritinu Sá guðlega þenkjandi náttúrskoðara. En ekki er síðri „Sólin náðar sæla“. Góð íhugun að sumri. Fyrsti flokkur 1ti sálmur í Viku-daga sálmar og

Lesa meira

Páskaræði sr. Svavars A. Jónssonar í Akureyrarkirkju

Gleðilega páskahátíð, kæru vinir! Aldrei sé ég fegurri söfnuð í kirkju en þegar hann situr þar prúðbúinn með bjarta páskasól í nývöknuðum andlitum. Þannig var útsýnið úr prédikunarstól Akureyrarkirkju í morgun þegar ég flutti þessa ræðu. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. „Páskar eru trúarhátíð kristinna manna með hinum sterka boðskap

Lesa meira

20 ára afmæli æðruleysissmessunnar – Hugvekja sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttir

Mig langar að segja frá manni sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt, verið mér dálítill lærifaðir. Hann býr í Stokkhólmi, er sænskur Finni, þjónaði um tíma sem baptistaprestur, er virtur guðfræðingur, rithöfundur, meðferðaraðili og mannvinur. Hann heitir Harry Månsus. Árið 1988 upplifði hann mikla sálarkreppu í prestsþjónustunni. Honum fannst hann ekki ná til  safnaðarins,  ekki eiga neitt að

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »