Category Archives: Uncategorized

Farskóli á Hólavatni 2020

Helgina 31.janúar -2.febrúar 2020 var haldinn farskóli fyrir ungleiðtoga í kirkjum á norður og austurlandi. Jóhann Þorsteinsson stýrði námsefninu af snilld og honum til aðstoðar voru sr. Dagur, Sonja, Máni, Dagbjört og Bóas sem vinna í kirkjunum við hin ýmsu störf. Skemmst er frá því að segja að helgin gekk vel og virtust krakkarnir skemmta sér vel við leik og

Lesa meira

Fundur fyrir sunnudagaskólastarfsmenn 4.febrúar 2020

Í kirkjum prófastsdæmisins eru haldnir sunnudagaskólar fyrir börn á öllum aldri. Í þessum stundum er mikið sungið, leikið og sagðar sögur úr biblíunni. Fólkið sem sér um þessar stundir kemur úr ólíkum áttum og er með ólíkan bakgrunn og menntun. Til að hrista saman fólkið, fræðast og fá hugmyndir hvert frá öðru stendur prófastsdæmið fyrir; Fræðslu – og samráðsfundi  þriðjudaginn

Lesa meira

Samkirkjuleg samkoma í Glerárkirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 20

Hápunktur samkirkjulegu bænavikunnar á Akureyri er samkomu með þátttöku fulltrúa frá kirkjudeildunum í Glerárkirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 20. Að þessu sinni er ræðumaðurinn frá þjóðkirkjunni sr. Sindri Geir Óskarsson. Sönghópur úr Hjálpræðishernum og Hvítasunnukirkjunni mun leiða sönginn við undirleik Risto Laur. Umhugsunarefnið er yfirskrift vikunnar: „Þau sýndu okkur einstaka góðmennsku“ (Post. 28.2), út frá frásögninni um björgun Páls og

Lesa meira

Farskóli fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi!

Helgin 8.-10 nóvember var fróðleg og skemmtileg fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi á norður og austurlandi. Farið var á námskeið í kirkjumiðstöðina á Eiðum þar sem hittust rúmlega 20 krakkar og fræddust um kirkjustarf, leiki og fleira undir góðri stjórn Jóhanns Þorsteinssonar. Helgin tókst mjög vel og stóðu krakkarnir sig vel í leikjum og starfi. Dagskráin var þéttsetin, en samanstóð mikið

Lesa meira

Jóla-aðstoð 2019

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 25. nóvember til 29. nóvember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum.

Lesa meira

Héraðsfundur 2019 – fundargerð

Héraðsfundur var haldinn í prófastsdæminu 27. apríl í Akureyrarkirkju. Hér er birt fundagerð. (Mynd frá héraðsfundi 2018) Héraðsfundur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis 2019 Haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 27. apríl kl. 11-16 Fundurinn hófs með helgistund sem séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir annaðist í Akureyrarkirkju. Séra Jón Ármann Gíslason prófastur setti fundinn. Því næst var gengið til dagskrár. Fundarstjórar voru kosnir prófastur og

Lesa meira

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 28.apríl klukkan 11:00 hefst lokahátið barnastarfs Akureyrarkirkju með fjölskyldumessu. Barnakórar kirkjunnar fá að njóta sín í messunni, biblíusagan verður á sínum stað sem og leikrit með Rebba og Mýslu, en þau rifja upp veturinn og þakka fyrir samveruna.  Bænatré verður staðsett í kirkjunni og gefst fólki kostur á að velja sér bænaefni og setja á tréið. Eftir messuna verður

Lesa meira

Námskeiðið SAMVINNA fyrir fermingarbörn veturinn 2018-2019.

Í vetur verður í boði 2 klst leikjanámskeið fyrir fermingarbörn prófastsdæmisins. Þetta er góð viðbót við hefðbundna fermingarfræðslu. Á námskeiðinu verður spjallað um líðan og tilfinningar í gegnum umræður og leiki. Stundin endar á núvitundaræfingu/slökun. Umsjón með þessu námskeiði hefur Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju og starfsmaður Eyjafjarðar og Þingeyjarprófastsdæmis. Prestar geta pantað þetta námskeið og fengið nánari upplýsingar í síma

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »