Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 28.apríl klukkan 11:00 hefst lokahátið barnastarfs Akureyrarkirkju með fjölskyldumessu. Barnakórar kirkjunnar fá að njóta sín í messunni, biblíusagan verður á sínum stað sem og leikrit með Rebba og Mýslu, en þau rifja upp veturinn og þakka fyrir samveruna.  Bænatré verður staðsett í kirkjunni og gefst fólki kostur á að velja sér bænaefni og setja á tréið. Eftir messuna verður gjörningur framkvæmdur í kirkjutröppunum þar sem myndaður verður stór, sameiginlegur regnbogi, gerður úr efnisbútum í litum regnbogans. Herlegheitin verða mynduð með dróna svo fleiri geti notið þessa skemmtilega gjörnings síðar meir, en myndatakan verður sett á heimasíðu kirkjunnar. Í Safnaðarheimilinu verður boðið upp á Zumbadanstíma sem Karen Sveinsdóttir mun stjórna og að honum loknum fáum við okkur grillaðar pylsur og drykk í boði hússins. Vonumst til að sjá sem flesta í þessu fjöri með okkur. Gleðilegt sumar öll og takk fyrir veturinn. Sjáumst að ný næsta haust. lokahátíð barnastarfs 28apríl 19

About Sonja Kro (17 Articles)
Ég heiti Sonja Kro og starfa nú sem æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju ásamt því að vera starfsmaður Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmis. Ég hóf störf í ágúst 2018. Ég er menntaður leikskólakennari og hef starfað sem slíkur á Akureyri í 21 ár. Ég er búsett á Akureyri, en er ættuð frá Grenivík og Noregi :)
%d bloggurum líkar þetta: