Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 28.apríl klukkan 11:00 hefst lokahátið barnastarfs Akureyrarkirkju með fjölskyldumessu. Barnakórar kirkjunnar fá að njóta sín í messunni, biblíusagan verður á sínum stað sem og leikrit með Rebba og Mýslu, en þau rifja upp veturinn og þakka fyrir samveruna.  Bænatré verður staðsett í kirkjunni og gefst fólki kostur á að velja sér bænaefni og setja á tréið. Eftir messuna verður gjörningur framkvæmdur í kirkjutröppunum þar sem myndaður verður stór, sameiginlegur regnbogi, gerður úr efnisbútum í litum regnbogans. Herlegheitin verða mynduð með dróna svo fleiri geti notið þessa skemmtilega gjörnings síðar meir, en myndatakan verður sett á heimasíðu kirkjunnar. Í Safnaðarheimilinu verður boðið upp á Zumbadanstíma sem Karen Sveinsdóttir mun stjórna og að honum loknum fáum við okkur grillaðar pylsur og drykk í boði hússins. Vonumst til að sjá sem flesta í þessu fjöri með okkur. Gleðilegt sumar öll og takk fyrir veturinn. Sjáumst að ný næsta haust. lokahátíð barnastarfs 28apríl 19