Farskóli fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi!

Helgin 8.-10 nóvember var fróðleg og skemmtileg fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi á norður og austurlandi. Farið var á námskeið í kirkjumiðstöðina á Eiðum þar sem hittust rúmlega 20 krakkar og fræddust um kirkjustarf, leiki og fleira undir góðri stjórn Jóhanns Þorsteinssonar. Helgin tókst mjög vel og stóðu krakkarnir sig vel í leikjum og starfi. Dagskráin var þéttsetin, en samanstóð mikið af allskonar leikjum og verklegum æfingum.  Þetta námskeið  er skipulagt yfir tvo vetur og verður næsta námskeið haldið á vorönninni, en þá verður það á Norðurlandi.

Við getum verið stolt af þessum flottu krökkum sem sinna góðu starfi í kirkjunum.

About Sonja Kro (17 Articles)
Ég heiti Sonja Kro og starfa nú sem æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju ásamt því að vera starfsmaður Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmis. Ég hóf störf í ágúst 2018. Ég er menntaður leikskólakennari og hef starfað sem slíkur á Akureyri í 21 ár. Ég er búsett á Akureyri, en er ættuð frá Grenivík og Noregi :)
%d bloggurum líkar þetta: