Námskeiðið SAMVINNA fyrir fermingarbörn veturinn 2018-2019.

Í vetur verður í boði 2 klst leikjanámskeið fyrir fermingarbörn prófastsdæmisins. Þetta er góð viðbót við hefðbundna fermingarfræðslu. Á námskeiðinu verður spjallað um líðan og tilfinningar í gegnum umræður og leiki. Stundin endar á núvitundaræfingu/slökun. Umsjón með þessu námskeiði hefur Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju og starfsmaður Eyjafjarðar og Þingeyjarprófastsdæmis. Prestar geta pantað þetta námskeið og fengið nánari upplýsingar í síma 8687929 og sent á netfangið sonja@akirkja.is.