Fundur fyrir sunnudagaskólastarfsmenn 4.febrúar 2020

Í kirkjum prófastsdæmisins eru haldnir sunnudagaskólar fyrir börn á öllum aldri. Í þessum stundum er mikið sungið, leikið og sagðar sögur úr biblíunni. Fólkið sem sér um þessar stundir kemur úr ólíkum áttum og er með ólíkan bakgrunn og menntun. Til að hrista saman fólkið, fræðast og fá hugmyndir hvert frá öðru stendur prófastsdæmið fyrir; Fræðslu – og samráðsfundi  þriðjudaginn 4.febrúar kl. 17:00-19:00 í fundarsal Akureyrarkirkju. Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært um að mæta.

Sr. Sindri Geir Óskarsson verður með fræðslu um regnbogabænina og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Að því loknu gefst tækifæri til að spjalla um sunnudagaskólann í víðu samhengi. Hverjum og einum þátttakanda gefst tækifæri til að segja frá sínu starfi og gefa hugmyndir í hópinn. Verið öll velkomin. fundur 4 feb sunnudsk