Farskóli á Hólavatni 2020

Helgina 31.janúar -2.febrúar 2020 var haldinn farskóli fyrir ungleiðtoga í kirkjum á norður og austurlandi. Jóhann Þorsteinsson stýrði námsefninu af snilld og honum til aðstoðar voru sr. Dagur, Sonja, Máni, Dagbjört og Bóas sem vinna í kirkjunum við hin ýmsu störf. Skemmst er frá því að segja að helgin gekk vel og virtust krakkarnir skemmta sér vel við leik og störf. Þetta var seinni helgin af tveimur sem þau hittast þennan veturinn. Í vor verður svo fræðsla fyrir þau, en þá í sitthvoru lagi, austurland sér og norðurland sér.

Það er afskaplega margt fróðlegt efni sem farið er yfir með þeim, og margt sem nýtist þeim allt lífið. Fyrir vikið fáum við betri starfskrafta inní kirkjuna þar sem gott siðferði er haft að leiðarljósi.