Author Archives: Sonja Kro

Góðverkavikan með börnum í Akureyrarkirkju.

Vikuna 8. – 12.júní héldum við í Akureyrarkirkju GÓÐVERKAVIKU fyrir krakka í 4. – 6. Bekk. Börnin mættu klukkan 9:00 og voru til kl. 12:00. Verkefni vikunnar sneru að góðverkum af ýmsu tagi. Fyrsta daginn var farið í hópeflileiki og spil til að þjappa hópnum saman og hrista feimnina úr þeim. Gleðikort voru unnin af og til yfir vikuna þegar

Lesa meira

Góðverkavika 8. – 12. júní í Akureyrarkirkju fyrir börn í 4.-6. bekk.

Öll börn sem eru í 4. – 6. bekk grunnskóla eru velkomin að taka þátt í GÓÐVERKAVIKU Akureyrarkirkju. Verkefnin miða öll að því að gera góðverk fyrir umhverfið og náungann og einnig þau sjálf líka!  Við munum spjalla, föndra, fara í leiki, vera með brúðuleikrit, sinna garðyrkju í Lystigarðinum, spila bingó, gefa gleðikort í miðbænum,  fara í ratleik og margt,

Lesa meira

Farskóli á Hólavatni 2020

Helgina 31.janúar -2.febrúar 2020 var haldinn farskóli fyrir ungleiðtoga í kirkjum á norður og austurlandi. Jóhann Þorsteinsson stýrði námsefninu af snilld og honum til aðstoðar voru sr. Dagur, Sonja, Máni, Dagbjört og Bóas sem vinna í kirkjunum við hin ýmsu störf. Skemmst er frá því að segja að helgin gekk vel og virtust krakkarnir skemmta sér vel við leik og

Lesa meira

Fundur fyrir sunnudagaskólastarfsmenn 4.febrúar 2020

Í kirkjum prófastsdæmisins eru haldnir sunnudagaskólar fyrir börn á öllum aldri. Í þessum stundum er mikið sungið, leikið og sagðar sögur úr biblíunni. Fólkið sem sér um þessar stundir kemur úr ólíkum áttum og er með ólíkan bakgrunn og menntun. Til að hrista saman fólkið, fræðast og fá hugmyndir hvert frá öðru stendur prófastsdæmið fyrir; Fræðslu – og samráðsfundi  þriðjudaginn

Lesa meira

Farskóli fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi!

Helgin 8.-10 nóvember var fróðleg og skemmtileg fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi á norður og austurlandi. Farið var á námskeið í kirkjumiðstöðina á Eiðum þar sem hittust rúmlega 20 krakkar og fræddust um kirkjustarf, leiki og fleira undir góðri stjórn Jóhanns Þorsteinssonar. Helgin tókst mjög vel og stóðu krakkarnir sig vel í leikjum og starfi. Dagskráin var þéttsetin, en samanstóð mikið

Lesa meira

Góðverkavika fyrir TTT krakka í Akureyrarkirkju.

Vikuna 11.-14.júní var boðið upp á sumarnámskeið fyrir krakka úr 5.-7.bekk, þ.e. fyrir TTT krakka sem eru tíu til tólf ára.  Námskeiðið nefndist Góðverkavika og eins og nafnið gefur til kynna var verið að vinna með ýmis góðverk. Námskeiðið fylltist og var góður hópur sem mætti í góðverkin. Fyrsta daginn voru hópeflisleikir á dagskránni og ratleikur. Þann dag var verið

Lesa meira

Strákafjör í Akureyrarkirkju – maí 2019

Maímánuður í Akureyrarkirkju var tileinkaður fjörugum strákum í 1.-3. bekk. Þeir komu hvern miðvikudag í maí og fóru í leiki og skoðunarferðir og gerðu margt skemmtilegt. Fyrsti tíminn var haldinn í kirkjunni sjálfri þar sem farið var í hópeflisleiki. Farið var í skoðunarferð um kirkjuna og feluleiki í allri kirkjunni. Að lokum var lesin biblíusagan um Faðirvorið. Annar tíminn var

Lesa meira

Góðverkavika í Akureyrarkirkju – júní 2019

Boðið verður upp á sumarnámskeið fyrir krakka í 5.-7.bekk í Akureyrarkirkju dagana 11.-14. júní frá klukkan 9:00-12:00. Gerð verða hin ýmsu góðverk um bæinn. Farið verður á Öldrunarheimili Akureyrar og í Lystigarðinn og hjálpað til. Einnig verður farið í leiki, ratleiki, föndrað og fleira skemmtilegt. Um námskeiðið sjá Sonja Kro æskulýðsfulltrúi og henni til aðstoðar er Anna María Stefánsdóttir.  Skráning

Lesa meira
« Eldri færslur