Category Archives: Boðun

Íhugun ljóssins á kyndilmessu

Ræða flutt á þessum degi í Möðruvallakirkju 2014 að kvöldi dags á kyndilmessu af Guðmundi Guðmundssyni. Framundan er kyrrðardagur í Glerárkirkju 10. febrúar og kyrrðarstarf er að festa sig í sessi í prófastsdæminu og hugvekjan þessi er dæmi um kristna íhugun – íhugun ljóssins: Þögnin er dásamleg, kvöldkyrrðin góð, hún skapar frið innra með manni. Ekki er verra að kertaljósin

Lesa meira

Átta daga bænirnar og ritningarvers – dagleg íhugun vikuna 18-25. janúar

Bænavika 2018 Kæru vinir í Kristi. Við erum kölluð til biðja saman og í einrúmi þessa viku 18. – 25. janúar, til að biðja fyrir einingu kristinna mann með systrum og bræðrum í trúnni um víða veröld. Við skulum þakka Guði fyrir okkar kristnu arfleifð og fyrir þá frelsun og björgun sem við sjáum í verki Guðs í mannkynssögunni bæði

Lesa meira

Jólasálmur – Kristur af föðurnum fæddur

Lausleg þýðing eftir Guðmund Guðmundsson birtist hér í fyrsta skipti á þekktum enskum jólasálmi: Of the Father’s Love Begotten. Textinn eftir Marcus Aurulius C. Prudentius frá 4. öld, ensk þýðing e John M. Nealsen (1818-1866). Lagið er sléttsöngur frá 13. öld. Sótt í Hymnary.org. Kristur af föðurnum fæddur frá eilífð er, dimmt var þar djúpið tóma – dögun heimsins – Drottinn

Lesa meira

Gegn stríði – í anda Erasmusar

Ræða flutta af sr. Guðmundi Guðmundssyni, héraðspresti, á Dalvík fyrir stuttu. Inngangsorð: Þá er það hin ræðan í anda Erasmusar frá Rotterdam, sem ég varð að flytja. (Fyrri ræðan í anda Erasmusar). Nú er það bók Erasmusar Gegn stríði sem er andagiftin og uppgjör við siðbót eftir 500 ár. Erasmus sagðist hafa lagt eggin sem Lúther lá á og ungaði út. Þessi

Lesa meira

Ræða sr. Bolla Péturs í Laufási við þingsetningu

Sr. Bolli Pétur Bollason sóknarprestur í Laufási var fengin til þess að predika yfir Alþingimönnum við setningu Alþingis í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Predikun sr. Bolla Péturs má lesa hér fyrir neðan. (Frétt frá 641.is Fréttir úr Þingeyjarsýslu). Hægt er að hlusta á ræðuna á ruv.is. Hver er óvinur þinn ? „Elskið óvini yðar“ Hver er óvinur þinn? Veistu

Lesa meira

Ég finn þinn anda, sálmur eftir sr. Hildi Eir

Texti eftir sr. Hildi Eir Bolladóttur og lagið samdi Eyþór Ingi Jónsson og má hlusta á það hér á síðunni. Lagið syngur Elvý Guðríður Hreinsdóttir. Ég finn þinn anda 1. Eigum við að fæðast til að deyja Drottinn minn? Er lífsbaráttan virði þess að heyja Drottinn minn? Er eilífðin þá búin til úr von? Sem fengin er í samfylgd við

Lesa meira

Ræða vígslubiskups á Hólahátíð 2017

Hér má lesa ræðu frú Solveigar Láru Guðmundsdóttur vígslubiskups og vísað er á hljóðritun á ruv.is. Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir var vígð til prestsþjónustu í Glerárkirkju við hátíðarmessuna. Af vef ruv.is: Hljóðritun frá Hólahátíð 13. ágúst sl. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari. Organistar: Jóhann Bjarnason og Guðný Einarsdóttir. Kirkjukórar Hóladómkirkju og Hofsóskirkju syngja. Stjórnandi: Jóhann Bjarnason.

Lesa meira

Morgunbænir leiddar af prestum úr prófastsdæminu

Í sumar hafa prestar úr prófastsdæminu flutt morgunbænir í útvarpinu sem eru aðgengilegar á vefnum. Þeir sem hafa áhuga geta farið í sarp rúv.is/sarpur/rás1. Ef einhver vaknaði ekki nógu snemma til að kveikja á útvarpinu má bæta úr því og fara í sarpinn og hlusta og notið morgunstundanna sem gefa gull í mund. Þau sem hafa verið með morgunbænir í

Lesa meira

Kveðjuræða sr. Jóns Ómars Gunnarssonar í Glerárkirkju 28. maí sl.

Predikun á 6. sunnudegi eftir Páska – 2017 Kveðjumessa í Glerárkirkju Guðspjall: Jóh 17.9–17 Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér því að þeir eru þínir og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn. Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í

Lesa meira

Bænahendur

Sagan sem hér fer á eftir er til í ýsmum útgáfum. Þar segir af fátækri fjölskyldu í Þýskalandi  undir lok 15. aldar.  Systkinin voru átján talsins og því ljóst að það var stórt verkefni  að fæða hópinn og klæða og auraráð ekki mikil. Tveir bræðranna í þessum hópi voru báðir mjög listfengir og langaði til að mennta sig í þeim

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »