Category Archives: Æskulýðsstarf

Námskeiðið SAMVINNA fyrir fermingarbörn veturinn 2018-2019.

Í vetur verður í boði 2 klst leikjanámskeið fyrir fermingarbörn prófastsdæmisins. Þetta er góð viðbót við hefðbundna fermingarfræðslu. Á námskeiðinu verður spjallað um líðan og tilfinningar í gegnum umræður og leiki. Stundin endar á núvitundaræfingu/slökun. Umsjón með þessu námskeiði hefur Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju og starfsmaður Eyjafjarðar og Þingeyjarprófastsdæmis. Prestar geta pantað þetta námskeið og fengið nánari upplýsingar í síma

Lesa meira

Námskeiðið: Verndum þau verður haldið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 26. nóvember.

Starfsmenn Eyjafjarðar og Þingeyjarprófastsdæmis velkomnir. Skráning nauðsynleg. Staðsetning er Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 16:15-19:30. Léttur kvöldverður í boði.  Skráning fyrir 19. nóvember á netfang: sonja@akirkja.is Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrg, geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða

Lesa meira

Landsmót ÆSKÞ – Leikandi Landsmót – 26.-28. október

Leikandi Landsmót. Framundan er einn stærsti viðburður æskulýðsfélaganna á Íslandi nánar tiltekið Landsmót ÆSKÞ sem verður að þessu sinni á Egilsstöðum helgina 26. – 28. október. Landsmótsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi mótsins og er vægast sagt mikil tilhlökkun í hópnum fyrir mótinu. Við hvetjum leiðtoga og presta til að kynna landsmótið vel fyrir sínum félögum en þemað í

Lesa meira

Æskulýðsstarfið í Akureyrarkirkju

Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11:00 Í Safnaðarheimili kirkjunnar. Biblíusögur og mikill söngur. Um sunnudagaskólann sjá Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi, Sigríður Hulda Arnardóttir og Jón Ágúst Eyjólfsson. Sunnudagaskólinn er á sunnudögum í Safnaðarheimilinu klukkan 11:00 Kirkjukrakkar fyrir 6-9 ára er á miðvikudögum í vetur kl. 15-16 Tíu-tólf ára starf er á miðvikudögum kl. 17:30-18:30 ÆFAK – Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju er alla miðvikudaga í

Lesa meira

Glerungar í Glerárkirkju á mánudögum kl. 14

Þetta er metnaðarfullt vikulegt barnastarf á mánudögum kl. 14 þar sem er unnið útfrá ólíkum styrkleikum barna svo allir geti fundið sig 😊 Á hverjum fundi er eitthvað spennandi á dagskrá og svo má ekki gleyma Biblíusögunum sem við heyrum og ræðum hvaða lærdóm við megum draga af þeim til að hjálpa okkur að verða betri manneskjur 💒

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »