Author Archives: Sonja Kro

Farskóli fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi!

Helgin 8.-10 nóvember var fróðleg og skemmtileg fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi á norður og austurlandi. Farið var á námskeið í kirkjumiðstöðina á Eiðum þar sem hittust rúmlega 20 krakkar og fræddust um kirkjustarf, leiki og fleira undir góðri stjórn Jóhanns Þorsteinssonar. Helgin tókst mjög vel og stóðu krakkarnir sig vel í leikjum og starfi. Dagskráin var þéttsetin, en samanstóð mikið

Lesa meira

Góðverkavika fyrir TTT krakka í Akureyrarkirkju.

Vikuna 11.-14.júní var boðið upp á sumarnámskeið fyrir krakka úr 5.-7.bekk, þ.e. fyrir TTT krakka sem eru tíu til tólf ára.  Námskeiðið nefndist Góðverkavika og eins og nafnið gefur til kynna var verið að vinna með ýmis góðverk. Námskeiðið fylltist og var góður hópur sem mætti í góðverkin. Fyrsta daginn voru hópeflisleikir á dagskránni og ratleikur. Þann dag var verið

Lesa meira

Strákafjör í Akureyrarkirkju – maí 2019

Maímánuður í Akureyrarkirkju var tileinkaður fjörugum strákum í 1.-3. bekk. Þeir komu hvern miðvikudag í maí og fóru í leiki og skoðunarferðir og gerðu margt skemmtilegt. Fyrsti tíminn var haldinn í kirkjunni sjálfri þar sem farið var í hópeflisleiki. Farið var í skoðunarferð um kirkjuna og feluleiki í allri kirkjunni. Að lokum var lesin biblíusagan um Faðirvorið. Annar tíminn var

Lesa meira

Góðverkavika í Akureyrarkirkju – júní 2019

Boðið verður upp á sumarnámskeið fyrir krakka í 5.-7.bekk í Akureyrarkirkju dagana 11.-14. júní frá klukkan 9:00-12:00. Gerð verða hin ýmsu góðverk um bæinn. Farið verður á Öldrunarheimili Akureyrar og í Lystigarðinn og hjálpað til. Einnig verður farið í leiki, ratleiki, föndrað og fleira skemmtilegt. Um námskeiðið sjá Sonja Kro æskulýðsfulltrúi og henni til aðstoðar er Anna María Stefánsdóttir.  Skráning

Lesa meira

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 28.apríl klukkan 11:00 hefst lokahátið barnastarfs Akureyrarkirkju með fjölskyldumessu. Barnakórar kirkjunnar fá að njóta sín í messunni, biblíusagan verður á sínum stað sem og leikrit með Rebba og Mýslu, en þau rifja upp veturinn og þakka fyrir samveruna.  Bænatré verður staðsett í kirkjunni og gefst fólki kostur á að velja sér bænaefni og setja á tréið. Eftir messuna verður

Lesa meira

Æskulýðsmót Æskey og Æska haldið helgina 15.-17.mars 2019

  Tæplega 90 manns tóku þátt í fjórðungsmóti hér á Akureyri helgina 15.-17.mars. Skipulagning var í höndum æskulýðsfulltrúa Akureyrarkirkju að þessu sinni, en einnig kom starfsmaður KFUM/K og djákni Glerárkirkju að sem og prestar/leiðtogar að austan. Þetta er jú samstarfsverkefni. Þema mótsins var umhverfismennt og sjálfsstyrking og miðuðu verkefni mótsins að þessum tveimur þáttum. Á föstudagskvöldinu voru haldnar leiksmiðjur sem

Lesa meira

Fjórðungsmót á vegum ÆSKEY og ÆSKA. 15.-17.mars 2019 – Akureyri.

Ungmennum í æskulýðsfélögum á norður og austurlanda býðst að taka þátt í þessu móti.  Markmið mótsins er að efla sjálfsmynd og sjálfstraust, en einnig að fræða ungmennin um umhverfisvernd. Um er að ræða skemmtilega helgi, með leikjum, helgistund, fræðslu og góðri samveru annarra unglinga.  Lokadagur skráningar er 1.mars á netfangið; sonja@akirkja.is Hlökkum til að sjá sem flesta, Sonja, Sunna og

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »