Eftirfylgd við Krist

Í vetur verður sr. Guðmundur Guðmundsson með erindi í samstarfi við útvarpsstöðina Lindin um eftirfylgdina við Krist. Þau verða á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og svo aðgengileg á appi-útvarpstöðvarinnar og hér á þessari síðu. Þetta eru stutt erindi með innskoti af tónlist og spjalli, um hálftíma þættir. Þeir sem hafa áhuga að kynna sér efnið geta skráð sig hér og fengið það sent, auk þess má senda fyrirspurnir sem vaknar hjá þeim sem hlusta hér fyrir neðan. Fyrsti þátturinn fer í loftið 2. september. Með þessu móti verður gefin kostur á að njóta fræðslu um kristna trú þó að samkomutakmarkanir séu í gangi. Einnig kemur til greina að mynda umræðuhópa um efnið ef áhugi er fyrir hendi í raunheimum eða á ZOOM-inu.

Í kynningu segir:

Eftirfylgd eru þættir í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests á Akureyri. Í þáttunum varpar Guðmundur fram spurningunni: Ef Guð myndi mæta þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér“, myndir þú standa upp og fylgja honum? Hann dregur fram fimm þætti eftirfylgdarinnar samkvæmt guðspjalli Matteusar: Biðjandi samfélag sem vitnar um Drottinn, boðar hann og þjónar eins og hann í heiminum. Þættirnir verða á dagskrá Lindarinnar á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og aðgengilegir á appi Lindarinnar, eins og áður segir.

Þáttur 1 – Formáli

Hvað felst í því að fylgja Jesú Kristi?

Slóð á app Lindarinnar: https://subspla.sh/hx4j4xd

Hlusta á þáttinn:

Þáttur 2 – Inngangur – upphaf og endir guðspjallsins um tilbeiðslu Jesú Krists og raunveruleikann

Í þessum 2. þætti eru kafli 1-2 og 28 í guðspjalli Matteusar skoðaðir. Jólaguðspjall Matteusar er um tilbeiðslu með helgisagnablæ en jafnframt afar raunsæ frásögn og lýsing á mannlegum veruleika. Sunginn er sálmurinn Maríuljóð frá Betlehem eftir Guðmund við lagið: We three kings.

Mósaíkmynd í Ravenna á Ítalíu frá 6. öld af vitringunum þremur, nefndir Baltasar, Melkior og Kaspar.

Hlusta á þáttinn:

Þáttur 3 – Inngangur – upphaf og endir guðspjallsins um helgisögu og/eða raunveruleikann (framhald)

Í þessum 3. þætti eru kafli 1-2 og 28 í guðspjalli Matteusar skoðaðir betur. Áður en jólaguðspjallið sveipaðist helgisagnablæ var með því dreginn upp raunsæ mynd af mannlegum veruleika sem vísar til píslargöngu Jesú. Það sem beið hans en jafnframt að Drottinn Kristur sigraðist á þverstæðum lífsins. Hann var flóttamannabarn í Egyptalandi vegna harðstjórnar. Sunginn er sálmur Lúther Vor Guð er borg á bjargi traust sem dæmi um vitnisburð trúarinnar í heiminum.

Flóttinn til Egyptalands eftir málarann George Hitchcock frá 1892. Raunsæ mynd sem gætu verið hvaða ferðalangar sen er frá fyrri tíð ef titill myndarinnar myndi ekki gefa allt aðra sýn.

Hlusta á þáttinn:

Þáttur 4 – Fimm þættir eftirfylgdarinnar:  Biðjandi samfélag sem vitnar um Drottin, boðar hann og þjónar eins og hann

Í þessum 4. þætti eru kafli 3-4 í guðspjalli Matteusar útskýrðir. Þeir eru einhverskonar inngangur að guðspjallinu en fyrstu tveir kaflarnir eru forsaga eða formáli. Þættirnir fimm tilbeiðsla, vitnisburður, samfélag, boðun og þjónusta koma hver á fætur öðrum í þessum köflum. Þeir samsvara ræðunum fimm: Fjallræðunni, 5-7. kafla. Útsendingarræðunni, 10. kafla. Ræðunni með dæmisögum Jesú um Guðs orð og ríki í 13. kafla. Ræðunni um samfélagið í 18. kafla. Og að lokum Jerúsalemræðunum um að þjóna sínum minnstu bræðrum og systrum í 23-25. kafla. Við getum líkt þessum fimm þáttum við fimm fingur á hendi.

Jesús blessar börnin. Málverk í Kaupangskirkju í Eyjafjarðarsveit er í anda siðbótarmálarans Cranagh. Lærisveinarnir verða að læra að snúa sér og verða eins og börnin, auðmjúkir.

Hlusta á þáttinn:

Þáttur 5 – Fimm þættir eftirfylgdarinnar:  Biðjandi samfélag sem vitnar um Drottin, boðar hann og þjónar eins og hann (framhald)

Í þessum 5. þætti er kafli 4 í guðspjalli Matteusar skoðaður nánar. Það eru þrír seinni þættir eftirfylgdarinnar: Boðun, samfélag og þjónusta. Prédikunin og kennslan er ásamt þjónustunni vitnisburður lærisveinanna í heiminum. Eins og vísifingurinn bendir í þá átt sem á að fara beinir vitnisburðurinn á stefnu boðunar, samfélags og þjónustu, til annarra. Lærisveinarnir eiga að þjóna eins og Jesús gerði í heiminum.

Hluti af altaristöflunni í sóknarkirkjunni í Wittenberg þar sem Marteinn Lúther siðbótarmaður þjónaði. Hér er hann að prédika Krist krossfestan og upprisinn fyrir söfnuðinum. Meðal safnaðarmeðlima er dóttir hans sem lést á unga aldri. Listamaðurinn Cranagh vísar með því í huggunina sem þjónusta orðsins felur í sér.

Hlusta á þáttinn:

Þáttur 6 – Fjallræðan um tilbeiðslu: Í ræðunni kennir Jesú lærisveinum sínum og mannfjöldanum að tilbiðja föðurinn himneska.

Í 6. þætti er gefið yfirlit yfir Fjallræðuna og sérstaða Jesú kemur í ljós þar sem hann talar með valdi. Fjallræðan er dæmigerð ræða eins og fiskur í laginu. Þrír hlutar hennar eru um lögmálið og góðu verkin, um trúarbrögðin og traust lærisveinanna, og um samskipti manna og að bera ávöxt. Þá er tilbeiðslan skoðuð í guðspjallinu í heild þar sem við fylgjumst með lærisveinunum sem upplifðu bænalíf Drottins.

Málverk Ásgríms Jónssonar Fjallræðan úr Lundabrekkukirkju í Bárðardal

Hlusta á þáttinn:

Þáttur 7 – Fjallræðan um tilbeiðslu: Í guðspjalli Matteusar má lesa um bænalíf Jesú

Í 7. þætti höldum við áfram með Fjallræðuna og tilbeiðsluna. Þetta er ein þekktasta ræða sem flutt hefur verið. Hún er um tilbeiðslu föðurins himneska. En áður en ræðan sjálf verður rannsökuð lesum við um bænalíf Jesús eins og Matteus segir frá því. Það er lærdómsríkt fyrir þá sem vilja fylgja honum.

Jesús á bæn í Getsemane. Altaristaflan í Hálskirkju í Fnjóstkadal, dönsk og gefinn af sjálfsstæðishetjunni sr. Þorsteini Pálssyni 1876.

Hlusta á þáttinn:

Eftirfylgdin við Krist: 7. þáttur

Þáttur 8 – Fjallræðan og tilbeiðsla: Sæluboðun Jesú og afstaða hans til lögmálsins

Í 8. þætti er sæluboðun Jesú og skerping hans á lögmálinu rannsökuð í 5. kafla guðspjallsins. Jesús lýsir áheyrendur sína sæla í ræðunni sem hann flutti í fjallahlíðum við Genesaretvatnið. Hann talar um að lærisveinarnir séu ljós og salt og fer fram á að þau séu fullkomin eins og þeirra himneski faðir.

Biðjandi gyðingur samkvæmt trúarhefð þeirra með bænaöskju og bandi. Málverk í Askinasi safninu í Amsterdam.

Hlusta á þáttinn:

Eftirfylgdin við Krist: 8. þáttur

Þáttur 9 – Fjallræðan og tilbeiðsla: Fasta, bæn og ölmusa gyðinga og bæna Drottins

Í 9. þætti er 6. kafli guðspjallsins lesinn. Þar talar Jesús um að biðja til föðurins himneska sem sér í leynum. Hann gagnrýnir föstu, bæn og ölmusu sem er iðkuð fyrir mönnum en ekki Guði. Jesús kennir lærisveinum sínum að biðja með orðum Faðir vorsins sem er um leið markmið Guðs ríkis.

Í Náttúrugripasafninu í Washington í Bandaríkjunum er þessi mynd og fullyrt að 99.8% af erfðaefni mannkynsins er eins þrátt fyrir fjölbreytileikann.

Hlusta á þáttinn:

Eftirfylgdin við Krist: 9. þáttur

Þáttur 10 – Fjallræðan og tilbeiðsla: Myndmál um Guð föður og ábyrgð manna

Í 10. þætti er myndmál Jesú skoðað í seinni hluta 6. og 7. kafla guðspjallsins. Jesús lýsir þar föðurnum himneska, sem ber umhyggju fyrir börnum sínum og talar um afleiðingar þess í mannlegu samfélagi og ábyrgð.

Cranach málari lúthersku siðbótarinnar gerði þessa fyrstu áróðursmynd um vegina tvo og vinnuna í garðinum og ávöxt þess.

Hlusta á þáttinn:

Eftirfylgdin við Krist: 10. þáttur

Þáttur 11 – Fyrsti millikafli: Tíu kraftaverk og eftirfylgd við Krist

Í 11. þætti er fyrsti millikaflinn milli ræða Jesú skoðaður, kafli 8 ob 9 í guðspjallinu. Þar eru 10 kraftaverkafrásagnir og leiðbeiningar Jesú um eftirfylgdina við sig. Í þessum þætti er fjallað um kraftaverk Jesú í ljósi upprisunnar.

Altaristaflan á Siglufirði eftir Gunnlaug Scheving af undrinu á vatninu

Hlusta á þáttinn:

Eftirfylgdin við Krist: 11. þáttur

Allir þættirnir og nánari upplýsingar hér.

Málverk Caravaggio af köllun Matteusar sem var tollheimtumaður og Jesús kallaði að fylgja sér og hann stóð upp og fylgdi honum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s