Eftirfylgd við Krist

Í haust verður sr. Guðmundur Guðmundsson með erindi í samstarfi við útvarpsstöðina Lindin um eftirfylgdina við Krist. Þau verða á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og svo aðgengileg á appi-útvarpstöðvarinnar og hér á þessari síðu. Þetta eru stutt erindi með innskoti af tónlist og spjalli um hálftíma þættir. Þeir sem hafa áhuga að kynna sér efnið geta skráð sig hér og fengið það sent, auk þess má senda fyrirspurnir hér fyrir neðan, sem vaknar hjá þeim sem hlusta. Fyrsti þátturinn fer í loftið 2. september. Með þessu móti verður gefin kostur á að njóta fræðslu um kristna trú þó að samkomutakmarkanir séu í gangi. Einnig kemur til greina að mynda umræðuhópa um efnið ef áhugi er fyrir hendi.

Í kynningu segir:

Eftirfylgd eru þættir í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests á Akureyri. Í þáttunum varpar Guðmundur fram spurningunni: Ef Guð myndi mæta þér á leið þinni og segði við þig: „Fylg þú mér“, myndir þú standa upp og fylgja honum? Hann dregur fram fimm þætti eftirfylgdarinnar samkvæmt guðspjalli Matteusar: Biðjandi samfélag sem vitnar um Drottinn, boðar hann og þjónar eins og hann í heiminum. Þættirnir verða á dagskrá Lindarinnar á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og aðgengilegir á appi Lindarinnar, eins og áður segir.

Þáttur 1 – Formáli

Hvað felst í því að fylgja Jesú Kristi?

https://subspla.sh/hx4j4xd

Þáttur 2 – Inngangur – upphaf og endir guðspjallsins um tilbeiðslu Jesú Krists og raunveruleikann

Í þessum 2. þætti eru kafli 1-2 og 28 í guðspjalli Matteusar skoðaðir. Jólaguðspjall Matteusar er um tilbeiðslu með helgisagnablæ en jafnframt afar raunsæ frásögn og lýsing á mannlegum veruleika. Sunginn er sálmurinn Maríuljóð frá Betlehem eftir Guðmund við lagið: We three kings.

Mósaíkmynd í Ravenna á Ítalíu frá 6. öld af vitringunum þremur, nefndir Baltasar, Melkior og Kaspar.

Hlusta á þáttinn: https://subspla.sh/f3t6crx

Þáttur 3 – Inngangur – upphaf og endir guðspjallsins um helgisögu og/eða raunveruleikann (framhald)

Í þessum 3. þætti eru kafli 1-2 og 28 í guðspjalli Matteusar skoðaðir betur. Áður en jólaguðspjallið sveipaðist helgisagnablæ var með því dreginn upp raunsæ mynd af mannlegum veruleika sem vísar til píslargöngu Jesú. Það sem beið hans en jafnframt að Drottinn Kristur sigraðist á þverstæðum lífsins. Hann var flóttamannabarn í Egyptalandi vegna harðstjórnar. Sunginn er sálmur Lúther Vor Guð er borg á bjargi traust sem dæmi um vitnisburð trúarinnar í heiminum.

Flóttinn til Egyptalands eftir málarann George Hitchcock frá 1892. Raunsæ mynd sem gætu verið hvaða ferðalangar sen er frá fyrri tíð ef titill myndarinnar myndi ekki gefa allt aðra sýn.

Hlusta á þáttinn:

Allir þættirnir og nánari upplýsingar hér.

Málverk Caravaggio af köllun Matteusar sem var tollheimtumaður og Jesús kallaði að fylgja sér og hann stóð upp og fylgdi honum.
About Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur (370 Articles)
Vefstjóri Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Vefurinn hefur það markmið að endurspegla þjóðkirkjuna á Norðausturlandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: