Íhugun – Contemplatio – Kyrrðarbæn, fræðslu og umræðukvöld í Glerárkirkju 23. okt. kl. 20

Leiðbeinandi: María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir

Þriðja kvöldið á fræðslu og umræðukvöldunum í Glerárkirkju nú í október um Fjórar leiðir til að nálgast Guðs verður áhersla á innra líf. Hin orðlausa bæn er ein leið kristinnar íhugunar, þegar hugurinn hljóðnar og hjartað tekur við. Kyrrðarbænin, Centering Prayer, er sú leið sem hvað best hefur verið kynnt hérlendis síðustu árin. Hún miðar að því að leyfa nærveru Guðs að verka innra með okkur og býður upp á einfaldar leiðbeiningar sem hjálpa okkur á þeirri vegferð.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu í boði kirkjunnar og prófastsdæmisins. Allir eru hjartanlega velkomnir öll kvöldin eða einstaka kvöld.