12 spora andlegt ferðalag í Glerárkirkju í vetur

12 spora starf í Glerárkirkju

Í Glerárkirkju er að hefjast 12 spora starf sem byggir á bókinni Tólf sporin – andlegt ferðalag sem samtökin Vinir í bata gefa út. Vinir í bata eru samtök fólks sem nota 12 sporin til að skoða líf sitt og finna leiðir til að lifa jákvæðara og innihaldsríkara lífi, óháð fíkn. Starfið er fyrir okkur öll sem viljum bæta líf okkar. Unnið á jafningjagrundvelli. Þau sem eru búin að fara í gegnum sporin einu sinni eða oftar hjálpa hinum sem styttra eru komin og styðja þau í batanum. 

Fundir eru einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 17.30-19.30 í Glerárkirkju og hefjast 2. október. Fyrstu fundirnir eru opnir svo fólk geti kynnst því hvernig starfið fer fram. 

Það kostar ekkert að vera með en við notum vinnubókina Tólf sporin- andlegt ferðalag og stílabók til að vinna verkefnin. Bókin verður til sölu á opnu fundunum í Glerárkirkju og kostar kr. 4.500.-

Á heimasíðunni www.viniribata.is má finna nánari upplýsingar. Verum velkomin í sporavinnuna.