Tag Archives: Myndir

Hraunbæjarkarlinn, ræða sr. Sunnu Dóru Möller í upphafi kirkjulistaviku

Heiðrekur Guðmundsson ljóðskáld á þessi orð í ljóði sínu Mynd og minning: Skynjar þú best Á einu andartaki Umhverfi þitt Og festir þér í minni Er ungur hugur Eftir ljúfan draum, Opnast sem blóm Að morgni, fyrsta sinni. Sú eina mynd Er ætíð glögg og skýr, Þótt allar hinar dofni, Og á þær flestar Falli ryk og gróm. Það gildir

Lesa meira

Kyrrðardagur á Möðruvöllum 29. apríl nk.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum verður laugardaginn 29. apríl kl. 10-17. Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Verð: 2000 kr. Skráning í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudaginn 27. apríl í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is og 895 6728 eða oddurbarni@gmail.com Dagskrá: Kl. 10.00     Kynning í safnaðarheimilinu. Kl. 10:30     Gengið inn í kyrðina.

Lesa meira

Sigursveigurinn og steinninn. Páskaprédikun Jóns Ármanns Gíslasonar, prófasts

Lofum þann sem lífið gefur / látum hljóma sigurbrag / Gleðjumst öll því Guð  oss hefur / gefið bjartan páskadag / Dauðans kraftur aldrei aftur / unnið fær oss breyska menn / hallelúja hallelúja / nýjan heim vér sjáum senn. Ég óska ykkur öllum gleðilegra páska, í Jesú nafni. Páskahret, er orð sem við þekkjum flest vel, og margir taka

Lesa meira

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar 2017 verður 30. apríl

Ljósmynd: Guðrún Sigurðardóttir, jan. 2010

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 17:00 Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum kirkjunnar, ber hæst kosning kjörnefndar en fyrir dyrum stendur að kjósa nýjan prest þegar sr. Jón Ómar Gunnarsson lætur af störfum. Það er gert samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, sem lesa má hér.  Þau sem kunna að vilja gefa kost á

Lesa meira

Persónur píslarsögunnar og vitnisburður upprisunnar, 5. þáttur

Vitnisburður upprisunnar. Það voru konur sem urðu fyrstu vitnin að upprisu Jesú. Eins og María móðir Drottins fékk það hlutverk að fæða frelsara heimsins, sem var af lágum stigum, en Guð upphóf hana, eins voru það konur sem þá voru ekki taldar hæfar til að bera vitni fyrir dómi sem urðu fyrstu vottar að upprisu Drottins. Konurnar höfðu farið út

Lesa meira

Gefum þeim séns!

„Hvað mig dreymir um? Að geta séð fyrir mér öðruvísi en með því að stela. Ég vil ekki lenda í fangelsi. Mig langar til að geta unnið sem rafvirki,“  sagði Kenneth Buwenbo, 16 ára gamall drengur í samtali við Bjarna Gíslason framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar í mars síðastliðnum. Kenneth tekur nú þátt í Kampalaverkefni Hjálparstarfsins og lærir að gera við tölvur. Hann gerir sér

Lesa meira

Fermingarmessur í Akureyrarkirkju

Laugardagur 8. apríl Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl. 10.30. Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur ásamt félögum úr Kammerkórnum Ísold. Stjórnandi og organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Pálmasunnudagur 9. apríl Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl. 10.30. Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur ásamt félögum úr Kammerkórnum

Lesa meira