Leiðbeiningar og efnisyfirlit

Jesús kallaði lærisveina sína við vatnið með orðunum: „Fylgi þú mér“. Og þeir yfirgáfu net sín og fygldu honum. Á námskeiðinu munum við fylgja guðspjallli Matteusar og hlusta á það sem Meistarinn kenndi og læra af því saman.
Námskeiðið er þannig byggt upp að hver og einn hlustar og les efnið. Svo veiti ég leiðbeiningar einslega eða í hóp. Umræðuhóparnir ræða svo efnið og ég útskýri það sem reynist óljóst, en meginatriðið er umræða og svo að breyta eftir því sem við lærum saman.
Erindin á hlóðbók, rafbók og skjali
Erindin eru aðgengileg á vefnum en panta verður aðang að rafbókinni, sem er skipt í fjögur hefti. Einnig er hægt að fá heftið sent í skjali á Pdf-formi. Ef þú óskar eftir að fá aðgang að rafbókinni eða sent eintak getur þú óskað eftir því hér fyrir neðan.
Efnisyfirlit rafbókarinnar
Efninu hef ég raðað niður á eftirfarandi hátt.
- Í fyrsta hluta skoðum við fimm þætti eftirfylgdarinnar eins og þeir eru settir fram í inngangsköflum guðspjallsins, 3-4 kafla. Í og með fáum við yfirlit yfir guðspjallið.
- Í öðrum hluta skoðum við fyrstu tvo þættina, tilbeiðslu og vitnisburð, sem við höfum greint hér á undan í forsögunni, 1-2. kafla og 28. kafla. Yfirskrift annars hlutar er Guðs sonur, Kristur, náungi minn og sköpun Guðs. Ég læt bókarkaflana einkenna þættina fimm.
- 1. kafli (a) Tilbeiðsla (5-7. kafli guðspjallsins).
- 1. millikafli (b) Kraftaverk og eftirfylgd (8-9. kafli guðspjallsins).
- 2. kafli (a) Vitnisburður (10. kafli).
- 2. millikafli (b) Barátta góðs og ills (11-12. kafli).
- Þriðji hluti ber yfirskriftina Boðun og þjónusta samfélagsins.
- 3. kafli (a) Boðun (13. kafli).
- 3. millikafli (b) Orðið og trúin og samfélagið um brauðið (14-17. kafli).
- 4. kafli (a) Samfélagið (18. kafli).
- 4. millikafli (b) Þjónusta lærisveinanna og samfélagið um kaleikinn (19-20. kafli).
- 4. kafli (c) Inngangur píslarsögunnar – Boðun og þjónusta Jesú í Jerúsalem (21-22. kafli).
- 5. Musterisræðan – Þjónustan (a) (23-25. kafli).
- Fjórði hluti ber yfirskriftina Tilbeiðslan, kross og upprisa. Þar kemur hápunktur guðspjallsins þar sem þættirnir fimm eru dregnir saman í hjálpræðisverki Jesú Krists.
- 6. kafli Píslarsaga kærleikans (26-27. kafli).
- 7. kafli Upphaf og endir guðspjallsins – Upprisan og nýtt upphaf (28. kafli).
„Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þau í nafni föður og sonar og heilags anda, kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið ykkur. Sjá, ég er með ykkur alla daga allt til enda veraldar“.
Mt. 28.18-20
