Category Archives: Safnaðarstarf

Kirkjulistavika Akureyrarkirkju 21.-30. apríl

Þann 21. apríl hefst hin skemmtilega Kirkjulistavika sem nú er haldin í 15. skipti í Akureyrarkirkju, en hátíðin hefur verið haldin annað hvert á frá árinu 1989. Kirkjulistaviku lýkur þann 30. apríl en framundan er heil vika full af fjölbreyttum viðburðum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Helstu markmið Kirkjulistaviku hafa frá upphafi verið að

Lesa meira

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar 2017 verður 30. apríl

Ljósmynd: Guðrún Sigurðardóttir, jan. 2010

Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 17:00 Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum kirkjunnar, ber hæst kosning kjörnefndar en fyrir dyrum stendur að kjósa nýjan prest þegar sr. Jón Ómar Gunnarsson lætur af störfum. Það er gert samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, sem lesa má hér.  Þau sem kunna að vilja gefa kost á

Lesa meira

Föstuganga í Laufásprestakalli

Efnt verður til föstugöngu í Laufásprestakalli á föstudaginn langa 14. apríl. Gengið verður með Kristi frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11.00 (16km), frá Svalbarðskirkju kl. 11.00 (16km) og frá Grenivíkurkirkju (9km) kl. 12.00 í Laufás.  Mikilvægt að vera í góðum skóm og taka með sér vatn! Í Gestastofu/Þjónustuhúsi í Laufási verður boðið upp á súpu og drykki gegn vægu gjaldi.

Lesa meira

Fyrirlestraröð á Möðruvöllum

Nú stendur yfir fyrirlestraröð í leikhúsinu á Möðruvöllum í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar. Fyrsta erindið flutti dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann fjallaði um þjóðkirkjuna og framtíð hennar 16. mars. Þá sagði Brynhildur Bjarnadóttir frá sögu Möðruvalla í forföllum Bjarna Guðleifssonar föður síns þann 6. apríl. Kór Möðruvallakirkju söng fjögur lög svo það

Lesa meira
Recent Entries »