Category Archives: Safnaðarstarf

Söngvar Daníels í Akureyrarkirkju laugardaginn 23. nóv. kl. 16

Flutt verða kórverk, samsöngs- og einsöngslög eftir Daníel Þorsteinsson. Flytjendur: Kór Akureyrarkirkju, eldri Barnakór Akureyrarkirkju, Hymnodia, Kammerkór Norðurlands, sönghópurinn Jódís, Helena G. Bjarnadóttir, Jana Salóme I. Jósepsdóttir, Margrét Árnadóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Eyþór Ingi Jónsson, Emil Þorri Emilsson og Daníel Þorsteinsson. Tónlistin er frá árunum 2007-2019, frumflutt verður lagið Fákar við kvæði Einars Benediktssonar.

Lesa meira

Blái hnötturinn með þátttöku barna- og æskulýðskóra kirknanna á Akureyri 20. nóv.

Barnakórar Akureyrarkirkju, Barna- og Æskulýðskór Glerárkirkju og Ungmennakór Akureyrar í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri flytja ævintýrið um Bláa hnöttinn á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember 2019, sem er 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að

Lesa meira

Kristniboðsdagurinn 2019

Kristniboðsdaginn ber upp á annan sunnudag í nóvember og verður því 10. nóvember n.k. Starfsfólk Kristniboðssambandsins sendir eftirfarandi kynningu á starfsinu. Það vill gjarnan minna á daginn. Mikið efni um kristniboðið má finna á vefsíðu þess sik.is. Auk þess má leita til skrifstofunnar sem leiðbeinir gjarnan varðandi efni og heimsóknir þeirra á vettvang safnaðanna. Senda má fyrirspurnir á ragnar@sik.is eða

Lesa meira

Orgel og íslenskar konur

Íslenskar konur hafa samið tónverk fyrir orgel en þau hafa ekki náð athygli sem skyldi. Nú verður úr því bætt. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir mun leika á miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl. 20.00 á orgel Blönduóskirkju tónverk eftir konur. Tónleikarnir bera nafnið: Íslensku konurnar og orgelið. Kirkjan.is ræddi við Sigrúnu Mögnu og spurði hana um hvaða konur þetta væru sem ættu verk

Lesa meira

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 28.apríl klukkan 11:00 hefst lokahátið barnastarfs Akureyrarkirkju með fjölskyldumessu. Barnakórar kirkjunnar fá að njóta sín í messunni, biblíusagan verður á sínum stað sem og leikrit með Rebba og Mýslu, en þau rifja upp veturinn og þakka fyrir samveruna.  Bænatré verður staðsett í kirkjunni og gefst fólki kostur á að velja sér bænaefni og setja á tréið. Eftir messuna verður

Lesa meira

Alþjóðabænadagur kvenna í Akureyrarkirkju 1. mars kl. 20

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er samkirkjuleg hreyfing sem nær um víða veröld. Á hverju ári fáum við að heyra sögur kvenna frá mismunandi löndum og dáumst að styrkleika þeirra, finnum til með þeim og fáum hvatningu frá trú þeirra. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem allar konur geta sjálfar tekið ákvörðun um líf sitt. Á þeirri leið þurfum við á samstöðu

Lesa meira

Sameiginleg samkoma í lok bænaviku miðvikudaginn 23. jan. í Glerárkirkju kl. 20

Undanfarna daga hefur hópur úr kirkjunum hér á Akureyri komið saman á bænastundum. Í kvöld miðvikudaginn 23. janúar verður sameiginleg samkoma í Glerárkirkju kl. 20 með þátttöku fulltrúa úr söfnuðunum þar sem beðið verður um einingu kristninnar. Fjölbreytt dagskrá með líflegum söng, köftugri prédikun og viðtali við ungt fólk í þjónustunni.

Lesa meira

Sameiginleg samkoma í lok bænaviku miðvikudaginn 23. jan. í Glerárkirkju kl. 20

Undanfarna daga hefur hópur úr kirkjunum hér á Akureyri komið saman á bænastundum. Í kvöld miðvikudaginn 23. janúar verður sameiginleg samkoma í Glerárkirkju kl. 20 með þátttöku fulltrúa úr söfnuðunum þar sem beðið verður um einingu kristninnar. Fjölbreytt dagskrá með líflegum söng, köftugri prédikun og viðtali við ungt fólk í þjónustunni.

Lesa meira

Ólafur Jón Magnússon, skólaprestur í heimsókn á Akureyri 11.-13. okt.

Séra Ólafur Jón Magnússon skólaprestur heimsækir Akureyri dagana 11.-13. október. Markmið heimsóknarinnar er að kynna kristilegt skólastarf og komast í kynni við (ungt) fólk sem er áhugasamt um þátttöku. Ólafur Jón starfar fyrir Kristilegu skólahreyfinguna (KSH) sem eru samtök um kristilegt skólastarf á Íslandi, stofnuð 1979. Aðilar að KSH eru Kristileg skólasamtök (KSS, stofnuð 1946) og Kristilegt stúdentafélag (KSF, stofnað

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »