Category Archives: Safnaðarstarf

Sameiginleg samkoma í lok bænaviku miðvikudaginn 23. jan. í Glerárkirkju kl. 20

Undanfarna daga hefur hópur úr kirkjunum hér á Akureyri komið saman á bænastundum. Í kvöld miðvikudaginn 23. janúar verður sameiginleg samkoma í Glerárkirkju kl. 20 með þátttöku fulltrúa úr söfnuðunum þar sem beðið verður um einingu kristninnar. Fjölbreytt dagskrá með líflegum söng, köftugri prédikun og viðtali við ungt fólk í þjónustunni.

Lesa meira

Ólafur Jón Magnússon, skólaprestur í heimsókn á Akureyri 11.-13. okt.

Séra Ólafur Jón Magnússon skólaprestur heimsækir Akureyri dagana 11.-13. október. Markmið heimsóknarinnar er að kynna kristilegt skólastarf og komast í kynni við (ungt) fólk sem er áhugasamt um þátttöku. Ólafur Jón starfar fyrir Kristilegu skólahreyfinguna (KSH) sem eru samtök um kristilegt skólastarf á Íslandi, stofnuð 1979. Aðilar að KSH eru Kristileg skólasamtök (KSS, stofnuð 1946) og Kristilegt stúdentafélag (KSF, stofnað

Lesa meira

Að starfa í sóknarnefnd –  Námskeið 17. mars kl. 10-13 í Glerárkirkju á Akureyri

Sóknarnefndarnámskeið á vegum Starfs og leikmannaskóla Biskupsstofu. Námskeiðið verður aðeins í Glerárkirkju laugardaginn 17. mars kl. 10-13. Skráning er hjá Guðmundi héraðspresti í síma 897 3302 og gudmundur.gudmundsson(hjá)kirkjan.is. Hægt að skrá sig til og með fimmtudagsins 15. mars. Fyrirlesarar verða tveir: Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur Biskupsstofu og Sigfús Kristjánsson verkefnastjóri á fræðslu og kærleikssviði. Guðmundur mun fara yfir helstu verkefni,

Lesa meira

Alþjóðlegur bænadagur kvenna – samkoma í Glerárkirkju 2. mars kl. 20

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 2. mars nk. Efni bænadagsins kemur að þessu sinni frá Suður-Ameríkulýðveldinu Súrínam. Er fjallað um umhverfisvernd undir yfirskriftinni „Öll sköpun Guðs er harla góð“. Bænasamverur verða haldnar víða um land. Á Akureyri verður samkoma föstudaginn 2. mars í Glerárkirkju kl. 20. Að samkomunni standa Aðventkirkjan, Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Kaþólska kirkjan og KFUM og K.

Lesa meira

Biblíudagurinn 2018 sunnudag 4. febrúar

Biskup minnir á Biblíudaginn í bréfi nk. sunnudag og bendir á heimasíðu félagsins biblian.is sem hefur að geyma gagnlegar, fróðlegar og boðandi upplýsingar. Þá sendir hún bréf frá nýjum verkefnastjóra þessa elsta félagsins landsins, Guðmundar Brynjólfssonar. Hann hvetur presta og söfnuði að gagnast fyrir samskotum við guðsþjónustur þann dag til styrktar starfi Hins íslenska Biblíufélags. Safnað verður fyrir átaki hér

Lesa meira

Samvera eldri borgara í Akureyrarkirkju 1. feb. kl. 15 – Rabbi um Bjögga Halldórs

Samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Rafn Sveinsson fer yfir feril Björgvins Halldórssonar í tali og tónum. Hljómsveit Pálma Stefánssonar spilar. Gestasöngvari María Björk Jónsdóttir. Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um glæsilegar veitingar. Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.25, Mýrarvegi 111 kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.

Lesa meira

Dagskrá samkirkjulegrar bænaviku á Akureyri 18.-25. jan. 2018

Eins og undanfarin ár verður farið á milli kristinna safnaða í bænavikunni 18.-25. janúar. Þar verða bænastundir fyrir einingu kristninnar. Fimmtudaginn 25. janúar verður sameiginleg samkoma þar sem fulltrúar frá hinum ýmsu söfnuðum taka þátt. Ræðumaður verður sr. Hjalti Þorkelsson, prestur kaþólsku kirkjunnar á Akureyri. Mikill almennur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í vikunni. Allir sem vilja

Lesa meira

Jólatónleikar Kvennakórs Akureyrar og Kammerkórsins Ísoldar í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. des. kl. 20.00

Kvennakór Akureyrar og Kammerkórinn Ísold ásamt hljómsveit halda jólatónleika sína fimmtudaginn 14. desember í Akureyrarkirkju. Fjölbreytt lagaval. Stjórnandi beggja kóra er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Miðaverð er kr. 3000,- en ókeypis fyrir börn undir 14 ára. Enginn posi. Akureyrarstofa er styrktaraðili tónleikanna. (af facebook kvennakórs akureyrar).

Lesa meira

Stoppleikhúsið sýnir nýtt leikrit um Martein Lúther

Stoppleikhópurinn sýnir leikrit um Lúther í Glerárkirkju föstudaginn 10. nóv. kl. 20, Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 11. nóv. kl. 17 og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 12. nóv. kl. 11. Handrit og leikgerð er í umsjá Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins. Leikritið er sett upp sem farandsýning. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum. Fyrir tveimur árum lagði Stoppleikhópurinn upp með sýningu um sr. Hallgrím

Lesa meira

Kirkjan mætir kvíða

Kirkjan mætir kvíða – bænaslökun í Akureyrarkirkju á mánudögum kl. 20.00. Stundin er 45 mínútur. Sr. Hildur Eir Bolladóttir talar um trú sem bjargráð við kvíða og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari leiðir Gongslökun. Viðstaddir velja um að sitja á kirkjubekkjum eða liggja á gólfi en þá er gott að taka með sér dýnu að heiman. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »