Category Archives: Kærleiksþjónusta

Eru borgaralaun málið? – Málþingið var tekið upp og er nú aðgengilegt

Kostir og gallar þessarar róttæku hugmyndar voru rædd á morgunverðarfundi EAPN á Íslandi* á Grand Hotel föstudaginn 23. febrúar frá 8:30 -11:00. Dagskrá: 08:30 Setning: Sigfús Kristjánsson stjórnarmaður í EAPN 08:40 Halldóra Mogensen þingkona Pírata: Skilyrðislaus grunnframfærsla: „Valdefling á einstaklingsgrundvelli.“ 09:00 Haukur Hilmarsson ráðgjafi í fjármálahegðun: „Borgaralaun – lausn eða bjarnagreiði?“ 09:20 Albert Svan bien Ísland 09:40 Rúnar Björn Herrera

Lesa meira

Samkoma með Bjørn-Inge um kristilegt skólastarf í Sunnuhlíð 12 á Akureryi 25. febr. kl. 17

Samkoma á vegum Kristniboðsfélags Akureyrar og KFUM og KFUK verður í félagsheimilinu Sunnuhlíð 12 sunnudaginn 25. febrúar kl. 17. Það er okkur mikil ánægja að kynna gest okkar Bjørn-Inge Furnes Aurdal. Hann hefur unnið að kristilegu skólastarfi í Kirgistan þar sem islam er ríkjandi trúarbrögð. Bjørn-Inge Furnes Aurdal (37) ólst upp í sveit í Vestur-Noregi og býr nú Álasundi, skammt

Lesa meira

Vatn er von – Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar stendur yfir

Eþíópía er eitt af fátækustu ríkjum heims, númer 174 á lista 188 ríkja á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (samkvæmt skýrslu frá því í mars 2017). Ríkið er það næstfjölmennasta í Afríku með 94,4 milljónir íbúa en um 45% þjóðarinnar er yngri en 15 ára og nær þriðjungur hennar er yngri en 24 ára að aldri. Langflestir íbúanna, eða um 80%, búa

Lesa meira

Jólaaðstoð 2017

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 23. nóvember til 1. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum.

Lesa meira

Kristniboðsdagurinn 12. nóvember

Á Akureyri verður samkoma í tilefni dagsins í félagsheimili KFUM og KFUK, Sunnuhlíð 12 og hefst kl. 17. Þar mun Hermann Bjarnason gjaldkeri stjórnar flytja hugvekju og kynna starfið. Allir eru hjartanlega velkomnir. Rúm 80 ár eru síðan farið var að helga einn sunnudag kirkjuársins kristniboðinu og starfi Kristniboðssambandsins, þá í Kína en síðar meir í Eþíópíu og Keníu og

Lesa meira

Söfnun fermingarbarna vegna vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar

Dagsetningar fyrir fjáröflun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar var 6. – 10. nóvember 2017. Söfnunin gekk vel og söfnuðu fermingarbörnin í Glerárkirkju 340.646 kr. Er þeim og öðrum sem tóku þátt í söfnunni þakkað fyrir þátttökuna. Þetta var 19. árið í röð sem söfnunin fór fram. Það var áfram safnað fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku (Eþíópíu). Hér má sjá lengra myndbandið (um 14 mínútur

Lesa meira

Hjálparstarf kirkjunnar birtir starfskýrslu sína 2016-2017

Starfskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2016-2017 er komin út og gefur góðar upplýsingar um starfið á árinu. Aðalfundur Hjálparstarfsins verður laugardaginn 23. september í Reykjavík. Prófastsdæmið og nokkrir söfnuðir á Norðaustulandi eiga fulltrúa á fundinum. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, og Finnur Baldursson, eru fulltrúar prófastdæmisins og taka gjarnan við ábendingum fyrir fundinn. Skýrslan á Pdf-formi. Formáli úr starskýrslunni – Aðstoð í neyð og

Lesa meira

Ekkert barn útundan – Haustsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til stuðnings við efnalitlar fjölskyldur í upphafi skólaárs. Skólataska, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til á haustin sem og kostnað vegna námsgagna þar sem greiða þarf fyrir þau. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings

Lesa meira

Nístandi fátækt neyðir börn og ungmenni út í vændi og glæpi. Gefum þeim séns!

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun fyrir verkefni í þágu barna og ungmenna í Kampala höfuðborg Úganda en þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf. Því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af. Hjálparstarfið hefur sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna

Lesa meira

Námskeið um sjálfstyrkingu – fjármál í Glerárkirkju 9. maí kl. 9:30

Félagasamtökin sem standa að Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu hafa boðið upp á  námskeið um sjálfstyrkingu-fjármál. Næsta námskeiðið verður í  Glerárkirkju þriðjudaginn 9. maí nk. Það er nú opnið þeim sem telja sig geta nýtt sér það meðan eru laus pláss. Markmiðið er að styrkja þátttakendur í því að takast á við fjármál sín. Það byrjar kl. 9:30 og er til kl. 12:00. Þeir

Lesa meira
« Eldri færslur Recent Entries »